280 tonn hjá Sögu K í Noregi,,2016

Áhöfnin á Sögu K í Noregi hafa átt ansi  gott haust núna og bæði september og október voru ansi góðir hjá bátnum,


í september þá var aflinn hjá Sögu K 144,9 tonn í aðeins 8 róðrum eða 18,1 tonn í róðri og var þá stærsti róðurinn um 25 tonn,

í október þá var aflinn hjá Sögu K 135,4 tonn og róðrarnir voru líka 8 talsins eða 16,8 tonn í róðri og var þá stærsti róðurinn 28,1 tonn,

Samtals hefur því Saga K landað 280 tonnum núna á tveim  mánuðum

Það má geta þess að Saga K stundar útilegu og þess vegna eru róðranir svona stórir.  þessi bátur er svo til samskonar og t.d Sandfell SU og Gullhólmi SH enn nokkuð stærri.  


Saga K með fullfermi