2800 tonna mánuður hjá ÚA,1982

Allt frá stofnári Útgerðarfélags Akureyringa ( ÚA) þá hefur fyrirtækið iðulega verið í hópi stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna á íslandi svo til alveg til dagsins í dag.  Reyndar er fyrirtækið nokkuð minna í sniðum núna enn var , enn Samherji á orðið fyrirtæki í dag.  

ÚA gerði út togara sem allir voru bakar.  Sólbakur EA, Svalbakur EA, Sléttbakur EA, Harðbakur EA, Kaldbakur EA, Hrímbakur EA og um tíma Árbakur EA.

Þessir togarar voru að mörgum mikil aflaskip og voru oft með aflahæstu skipum landsins, séstaklega Kaldbakur EA  sem er eini togarinn eftir af þessum lista,

maí mánuður árið 1982 var ansi stór hjá ÚA,  þá voru togarnir mikið í grálúðunni og samtals lönduðu skipin tæpum 2800 tonn til vinnslu á einum mánuði og af því þá var grálúða um 1600 tonn og 977 tonn af karfa.

Lítum aðeins á skipin.

Svalbakur EA var fyrsta skipið til þess að landa afla og kom með 308 tonn í land 3 maí .  

Svalbakur EA kom síðan aftur 15 maí með 296 tonn.  .  
Samtals því 603 tonn í aðeins tveimur löndunum.

Sólbakur EA var númer 2 til þess að landa og kom fyrst með afla 4 maí með 142,1 tonn.

Sólbakur EA kom síðan aftur 19 maí með 132 tonn,
Samtals því 274 tonn.

Kaldbakur EA kom síðan 6 maí með fullfermi og vel það , því landað var úr togaranum 380,5 tonnum  og af því þá var grálúða 363 tonn.  
Kaldbakur EA kom síðan aftur 21 maí og þá með ennþá meiri afla enn fyrr, enn þá var landað 398 tonnum úr skipinu og var grálúða af  því 350 tonn.
Samtals því 778,5 tonn í tveimur löndunum sem er fáranlega mikill afli,

Sléttbakur EA kom síðan 10 maí og með fullfermi því landað var úr skipinu 337 tonnum og eins og hjá hinum þá var grálúða uppistaðan í aflanum ,
Sléttbakur EA kom síðan aftur 25 maí og aftur með fullfermi eða 293 tonn.
samtals því 630 tonn í tveimur löndunum.

Harðbakur EA rak síðan restina af þessum skipum því fyrsta löndun skipins var 14 maí enn hún var lítil ekki nema 93 tonn,
Næsta löndun skipins var stór eða 307 tonn og kom hún 27 maí,
samtals því 400 tonn í tveimur löndunum,.

SVo kom einn aukatogari til þess að landa og var það Snæfell EA frá Hrísey sem landaði 19 maí 105 tonnum.  Ólíkt ÚA togurunum sem voru mestmegnis með grálúðu þá var Snæfell EA karfi hjá togaranum 104 tonn.

Eins og sést þá er þetta risamánuður og nóg hefur verið að gera í vinnslunni hjá ÚA í þessum maí mánuði árið 1982.


SValbakur EA mynd Markús Karl Valsson