3 ára bið á enda. Kominn á veiðar,2017


Árið 2014 þá byrjaði Seigla á Akureyri að smíða tvo báta fyrir Stakkavík í Grindavík.  þessir bátar voru  með sömu fyrirmynd og Saga K í Noregi.  

Sá fyrri Óli Á Stað GK kom í Grindavik í október 2014 og hóf þegar róðra.  Sá bátur var síðan seldur til Fáskrúðsfjarðar og heitir í dag Sandfell SU.

Aftur á móti þá dróst og dróst smíði hins bátsins og var hann ekki kominn á flot fyrr enn snemma á þessu ári.

Nýi báturinn sem smíðin hefur dregist svona mikið á er nú loks kominn á veiðar og fékk hann nafnið Óli á Stað GK og er þetta því fimmti báturinn sem heitir sem hefur heitið þessu nafni.  Stærsti báturinn sem hefur heitið Óli á Stað GK er í dag báturinn sem heitir Erling KE.

Óðinn Arnberg er skipstjóri á Óla á Stað GK og á mynd hérna að neðan sem Axel Þór Bergmann tók þá má sjá áhöfnin á bátnum auk Hemma í Stakkavík sem er lengst til hægi á myndinni.

Aflafrettir óska áhöfn og útgerð bátsins til hamingju með bátinn 


Óli á Stað GK Mynd Axel Þór Bergmann