30 tonna róður hjá Gullhólma SH,2018

Það sem af er febrúar þá hefur tíðarfarið verið vægast sagt hörmulegt.  endalausar brælur og sjómenn orðnir hundleiðir á að hanga í sófanum dag eftir dag og komast ekki á sjóinn.


Allar brælur enda , og það gerðu þessar brælur,

veiði bátanna er líka búinn að vera ansi góð síðan að þeir gátu loksins komist á sjóinn,

einn af þeim bátum sem hafa fiskað ansi vel er Gullhólmi SH 201 sem er gerður út frá Stykkishólmi.

Báturinn fór út á flákahornið í breiðarfirðinu og lagði þar 2 lagnir alls 45 þúsund króka.  það gerir um 100 bala.

og aflinn. 30,7 tonn miðað við óslægt og gerir það um 300 kíló á bala



Óhætt er að segja að vel hafi gengið hjá þeim því þegar þeir voru búnir að draga þessar tvær lagnir þá var allt orðið fullt sem  hægt var að fylla í bátnum,

Stígur Reynisson skipstjóri á Gullhólma SH sagði í samtali við AFlafrettir að þetta hafi verið um 26 tonn af slægðu sem kom uppúr bátnum og af því var þorskur um 25 tonn,

Sagði hann að vel hafi gengið að koma aflanum fyrir enn lestin í bátnum tekur 23 tonn af fiski í köru.  síðan settu þeir fisk í beitukassan og í snigilinn.  

sagði hann að sirka 4 kör hafi verið  í lausu ofan á í lestinni,

Þrátt fyrir þenna mikla afla þá náðist að setja allan aflann í gegnum kælisnigilinn sem er um borð og náði því að kæla allan aflan með ís og krapa

Stígur sagði að símið heim hefði verið um 2 tíma í land.  

Báturinn bara aflann mjög vel og sagði Stígur að leiðinda veður hefði verið á miðunum suðvestan 15 til 20 metrar á sekúndu og leiðinda sjólag, en ágætis veður á heimstíminu.  

Hrósaði Stígur bátnum og sagði að þetta væri hörku bátur sérlega góður komnir undir veiðarfæri eins og hann orðaði það sjálfur,

Þessum afla var landað í Ólafsvík og á bryggjunni biðu tveir trukkar frá BB og sonum á Stykkishólmi að flytja aflann til STykkishólms til vinnslu

Þessi róður er stærsti róðurinn sem að Gullhólmi SH hefur gert frá því að báturinn var smíðaður


Gullhólmi SH að koma í Ólafsvík Mynd Hreinn Jónsson


Önnur mynd af Gullhólma SH Mynd Hafþór Benediktsson


Trukkarnir frá BB að bíða.  

Löndun í gangi

Þetta voru alls 119 kör 460 lítra.  Myndir Hafþór Benediktsson