300 tonna mánuður hjá Hamri SH ,,1982

Mikið í gangi á AFlafrettir í gær.  alls voru settar á síðuna þá 11 færslur og það endaði á færslunni um Kleifaberg RE.


róum þetta aðeins niður núna og hérna kemur seinni hlutinn af tveimur færslum um báta frá Rifi sem voru að veiða í net í mars árið 1982.

Þessi bátur er reyndar ennþá gerður út

heitir Hamar SH 224.  Hamar SH stundaði netaveiðar í marsmánuði 1982. og var veiðin ágæt hjá bátnum,

Lítum á .

Vika 1.  frá 1 til 6 mars.
 Aflinn alls 51,5 tonní 5 rórðum mest 10,8 tonn í róðri,

Vika 2 frá 7 til 13 mars.
Mikið róið því að Hamar SH fór í 7 róða og réri því alla daganna í þessari viku.  aflinn 70,6 tonn í 7 róðrum og var stærsti róðurinn 14,6 tonn.

Vika 3 frá 14-20 mars.
Mjög góð veiði og var aflinn hjá Hamar SH 103,9 tonn í 6 róðrum eða 17,3 tonn í róðri.  mest 25,7 tonn.  má geta þess að síðustu tveir róðrarnir voru alls 46 tonn.

Vika 4 frá 21 til 27 mars.
Veiðin nokkuð góð og var aflinn alls 74,5 tonn í 5 róðrum eða 14,9 tonn í róðri.  stærsti róður 23,6  tonnþ

Vika 5 frá 28 til 31 mars.
Einungis tveir róðrar og var aflinn 33,4 tonn eða 16,7 tonn í róðri,

Vertíðin 1982 var enginn metvertíðin og mjög fáir bátar náðu yfir 300 tonn í þessum mánuði enn Hamar SH fór þó vel yfir það því að aflinn var 334 tonní 25 rórðum eða 13,3 tonn í róðri.


Hamar SH mynd Vigfús Markússon