300 tonna mánuður hjá Tjaldi SH,,1982

Mikill hamagangur á Aflafrettir í gær, og mun í dag birta tvær færslu svona aftur í tímann og skoðum 2 báta frá Rifi sem gerðu út á netum í mars  mánuði árið 1982.


Hérna til hliðar er færsla um Hamar SH enn það var annar bátur sem réri líka frá Rifi sem líka gerði nokkuð vel og var það Tjaldur SH 270.

Lítum á hvernig honum gekk.

Þið lesendur góðir getið svo borið aflann  hjá þeim tveim saman og séð hvernig þeim gekk viku fyrir viku.  Hamri SH og Tjald SH

Vika 1 frá 1 til 6 mars.
Nokkuð góð byrjun því að aflinn hjá Tjaldi þessa fyrstu viku var 52,9 tonn í 5 rórðum eða 10,6 tonn í róðri.  mest 14,6 tonn.

Vika nr 2 frá 7-13 mars.
Ansi góð vika og var aflinn 84,2 tonn í 7 róðrum og var stærsti róðurinn 17,2 tonn.

Vika nr.3 frá 14-20 mars.
Mjög góð vika því að aflinn var 104 tonn í 6 róðrum eða 17,3 tonn í róðri.  mesti afli 20,4 tonn í einni löndun.

Vika nr 4 frá 21-27 mars.
Fín veiði og var aflinn 62,2 tonn í 5 róðrum eða 12,4 tonn í róðri.  Reyndar var einn róðurinn mjög slakur því að aflinn var einungis 1,7 tonn í einum róðrinum, enn flestir hinna voru í kringum 15 tonnin.  mest 20,8 tonn.

 Vika nr 5 frá 28 til 31 mars.
 Einungis tveir róðrar og var aflinn 22,4 tonn eða  um 11,2 tonn í róðri.  

Nokkuð góður  mánuður og var heildaraflinn 325,7 tonn í 25 róðrum eða 13,1 tonn í róðri,


Tjaldur SH mynd Snorri Snorrason