321 línubátur árið 2001 - 65 línubátar árið 2024!

Og áfram held að grafa upp aflatölur aftur í tímann, 


er að vinna í árinu 2001 núna, og langði að sýna ykkur smávegis

langaði að sýna ykkur gríðarlega mun sem orðið hefur á fjölda báta sem stunda línuveiðar.

hérna er ég að tala um janúar árið 2001, og janúar árið 2024.

hérna er ég ekki að tala um stóru beitningavélabátanna, eða þá stærri bátanna sem stunduðu

veiðar með bölum í janúar árið 2001, en þeir voru alls 10 .

heldur eru þetta smábátarnir  sem árið 2024, eru krókabátar og uppundir 30 tonn að stærð.

í þessum flokki þegar horft er einungis á þessa báta. 

þá voru þeir aðeins 65 árið 2024, og flestir í eigu fyrirtækja, 

en árið 2001 voru bátarnir 321, flestir í eigu einstaklinga eða lítillla fyrirtækja

þó svo að bátunum hafi fækkað þetta gríðarlega mikið þá hefur afli per bát aukist enda er bátarnir sem voru 

á veiðum í janúar árið 2001, flestir undir 10 tonnum að stærð.

en lítum aðeins nánar á árið 2001.

Það voru þrír bæir sem voru með flesta línubátanna 

3 sætið var Bolungarvík með 19 báta

2 sætið var Ólafsvík með 24 báta

en í efsta sætinu með flesta bátanna og var með langflesta bátanna var Sandgerði með alls 44 báta sem réru á línu í janúar 2001.

Síðan voru, Akranes, Flateyri, Patreksfjörður, Rif, Suðureyri, Vestmannaeyjar með 11 báta

Grindavík með 13 og Reykjavík með 14 báta

þessir bátar voru allt litlir bátar, en það átti eftir að breyst í kringum 2003 þegar leyft var að hafa krókabátanna upp undir 15 tonn að stærð

en hvernig gekk bátunum ,

heilt yfir má segja að veiðin hafi verið nokkuð góð hjá bátunum,  

Hérna að neðan má sjá lista yfir 40 aflahæstu línubátanna í janúar árið 2001, og eins og ég sagði að ofan

þá eru í þessum lista, ekki stóru balabátarnir sem voru 10, og ekki beitningavélabátarnir,  

Reyndar er Sigurður Einar RE þarna á þessum lista.  læt hann fljóta með. enda var hann minnsti báturinn 

fyrir utan þessa báta sem eru á þessum lista

og já svo að lokum 

Aflinn, 2024, og 2000

árið 2001 þá lönduðu þessir 321 bátur alls  5434 tonn eða 16,9 tonn á bát.

árið 2024 þá lönduðu 65 bátar alls 5904 tonnum eða 90,8 tonn á bát

Ef við reiknum með að árið 2001 hafi um 2 menn verið á bát þá eru fjöldi sjómanna 650 

árið 2024, reiknum við með 4 mönnum á bát og er þá fjöldi sjómanna 260.


Guðmundur Einarsson ÍS á myndinni heitir báturinn Kristín Ólöf, mynd Stefán Þorgeir, eða Emil páll
Sæt Sknr Nafn Afli Landanir Höfn Mest
1 2484 Guðmundur Einarsson ÍS-155 62.97 22 Bolungarvík 4.9
2 2384 Glaður BA-226 52.56 16 Ólafsvík 6.6
3 2327 Hafaldan EA-87 47.39 18 Grímsey 3.9
4 2461 Óli Bjarnason EA-279 46.84 12 Grímsey 4.6
5 2494 Jakob Valgeir ÍS-84 45.56 20 Bolungarvík 4.3
6 2377 Sigurður Einar RE-62 45.22 6 Breiðdalsvík 12.2
7 2360 Hlökk ST-66 44.33 10 Hólmavík 7.5
8 7465 Lilla ST-87 42.39 10 Hólmavík 4.6
9 2047 Máni HF 149 42.14 21 Hafnarfjörður 5.3
10 7344 Kári SH 78 41.28 9 Stykkishólmur 6.9
11 7442 María SH-14 40.97 10 Stykkishólmur 5.5
12 2365 Smyrill SH-22 40.62 10 Grundarfjörður 6.1
13 1959 Hrólfur AK-29 39.77 12 Akranes 6.2
14 2238 Sæbliki SH 51 39.75 17 Rif 4.8
15 2317 Staðarberg GK-132 38.81 13 Sandgerði 4.9
16 2389 Stormur ÍS-800 37.49 16 Bolungarvík 5.1
17 7474 Guðbjartur SH-45 35.60 20 Rif 4.8
18 2328 Kristinn SH 112 35.29 15 Ólafsvík 4.3
19 2086 Elsa Katrín GK-9 35.03 14 Bolungarvík 5.4
20 2488 Bryndís ÁR-288 34.81 12 Bolungarvík 6.6
21 2339 Sædís RE 7 34.65 11 Sandgerði 5.3
22 2406 Kristbjörg ST-6 34.50 12 Drangsnes 4.5
23 2145 Fanney SH-248 34.44 14 Arnarstapi 3.9
24 1859 Sundhani ST 3 34.34 7 Drangsnes 5.9
25 7220 Baddý GK 277 34.03 16 Sandgerði 4.1
26 2372 Víðir KE 101 33.85 11 Sandgerði 4.5
27 2110 Mónika GK-136 33.50 12 Sandgerði 4.6
28 2324 Straumur ÍS-184 33.44 14 Bolungarvík 3.7
29 2318 Hópsnes GK-77 32.20 12 Sandgerði 3.1
30 1773 Litli Hamar SH-222 32.14 11 Rif 4.2
31 1828 Anna EA 121 31.90 18 Grímsey 3.6
32 2314 Siggi Bjartar ÍS-50 31.82 13 Bolungarvík 4.2
33 2280 Skarfaklettur GK-302 31.64 11 Sandgerði 4.8
34 2307 Huldu Keli ÍS 333 31.18 10 Bolungarvík 4.9
35 2166 Særún EA 251 30.88 9 Árskógssandur 5.1
36 2346 Draupnir ÍS-435 30.36 9 Suðureyri 5.2
37 1524 Ingimar Magnússon ÍS 650 30.26 7 Suðureyri 6.2
38 2364 Beta VE 36 29.90 10 Sandgerði 5.1
39 2157 Jón Eggert ÍS-32 29.20 14 Bolungarvík 4.3
40 7470 Funi GK 108 28.59 12 Sandgerði 3.9

Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisson