33500 tonna ufsakvóti óveiddur, en hvar er kvótinn?
Ufsakvótinn þetta fiskveiðiár var úthlutaður um 61 þúsund tonn. síðan til viðbótar því kom sérstök úthlutun uppá 3807 tonn
og síðan milli ára samtals 13 þúsund tonn,
þetta þýddi að ufsakvótinn fiskveiðiárið 2021 til 2022 var ansi stór eða tæp 79 þúsund tonn,
þrátt fyrir þennan mjög svo stóra ufsakvóta þá hafa aðeins verið veidd 45 þúsund tonn af ufsakvótanum eða um 57% af kvótanum
þetta þýðir að 33500 tonn eru eftir óveidd.
Akurey AK var með mestan úthlutuðan ufsakvóta eða um 3061 tonn og því voru um 1500 tonn færð í burtu af þeim togara.
sá togari sem var með mesta ufsakvótan eftir að fært var á milli skipa auk frá fyrra ári var
Vigri RE með 3502 tonna ufsakvóta
næstur kom Sólborg RE með 3188 tonna ufsakvóta.
AF bátum sem ekki stunda togveiðar þá var Kristján HF með mestan ufsakvóta eða 606 tonn en hann hefur aðeins veitt um 3,4 tonn af ufsa
og því standa eftir óveidd um 517 tonn af ufsa hjá Kristjáni HF,.
Ef litið er á hverjir eiga mest eftir óveitt af ufsa þá kemur í ljós að það eru fjórir frystitogarar sem eru með yfir eitt þúsund tonn af óveiddum ufsakvóta,
mest er á Guðmundur í NEsi RE 2011 tonn óveitt. Arnar HU 1650 tonn óveitt. Sólborg RE 1396 tonn óveitt og Blængur NK 1302 tonn óveitt,
Hérna að neðan má sjá lista yfir þau skip sem hafa mest af óveiddum ufsakvóta og sést að það er ansi mikið þarna
ljóst er að sumir bátanna munu ekki veiða þennan óveidda kvóta til dæmis línubátarnir
Núpur BA, Sævík GK, Daðey GK, Tjaldur SH, Tryggvi Eðvarðs SH, Fjölnir GK og Bíldsey SH en saman eru þessi bátar með um 1336 tonna óveiddan ufsakvóta.
Eins og staðan er núna þá er mestur ufsakvótinn verið færðum á Grímsnes GK um 870 tonn og hann er líka eini netabáturinn sem er á þeim veiðum.
hann á eftir um 275 tonna ufsakvóta óveiddan og hann gæti náð að klára þann kvóta í ágúst.
Leiguverð á ufsakvóta er frekar lágt um þessar mundir og gott verð fyrir ufsan á markaði svo það er eftir ansi miklu að slægjast og þeir bátar
sem hafa verið á ufsanum helst þá á færunum hafa verið að gera ansi góða róðra, helst þið Suðvesturlandið
Sæti | Nafn | Óveiddur ufsakvóti |
1 | Guðmundur í Nesi RE 13 | 2011027 |
2 | Arnar HU 1 | 1650742 |
3 | Sólborg RE 27 | 1396129 |
4 | Blængur NK 125 | 1302369 |
5 | Vestmanney VE 54 | 970927 |
6 | Björg EA 7 | 927226 |
7 | Tómas Þorvaldsson GK 10 | 889358 |
8 | Örfrfisey RE 4 | 836179 |
9 | Akurey AK 10 | 790481 |
10 | Viðey RE 50 | 777769 |
11 | Baldvin Njálsson GK | 722515 |
12 | Helga María RE 1 | 689712 |
13 | Vigri RE 71 | 655436 |
14 | Gullver NS 12 | 649049 |
15 | Þórunn Sveinsdóttir VE 401 | 593402 |
Hafaldan EA 190 | 56573 | |
17 | Ljósafell SU 70 | 562230 |
18 | Hrafn Sveinbjarnarsson GK | 552410 |
19 | Dala Rafn VE 508 | 530439 |
20 | Kristján HF | 517375 |
21 | Málmey SK 1 | 493014 |
22 | Björgúlfur EA 312 | 469125 |
23 | Drangey SK 2 | 420208 |
24 | Sóley Sigurjóns GK 200 | 407111 |
25 | Þórir SF 77 | 379504 |
26 | Páll Pálsson ÍS 102 | 375157 |
27 | Bárður SH 81 | 374874 |
28 | Þinganes SF 25 | 358111 |
29 | Jóhanna Gísladóttir GK 357 | 355185 |
30 | Hrafn GK 111 | 317496 |
31 | Breki VE 61 | 308875 |
32 | Brynjólfur VE 3 | 296738 |
33 | Bylgja VE 75 | 292901 |
34 | Skinney SF 20 | 291934 |
35 | Tryggvi Eðvarðs SH 2 | 287922 |
36 | Grímsnes GK 55 | 274256 |
37 | Daðey GK 777 | 259639 |
38 | Sirrý ÍS 36 | 256911 |
39 | Tjaldur SH 270 | 251247 |
40 | Frosti ÞH 229 | 245748 |
41 | Þórsnes SH 109 | 239725 |
42 | Stefnir ÍS 28 | 224644 |
43 | Múlaberg SI 22 | 209803 |
44 | Steinunn SF 10 | 205911 |
45 | Frár VE 78 | 193393 |
46 | Beitir NK 123 | 185598 |
47 | Sigurfari GK 138 | 170382 |
48 | Sturla GK 12 | 156283 |
49 | Geir ÞH 150 | 155894 |
50 | Fjölnir GK 157 | 147636 |
51 | Hringur SH 153 | 140408 |
52 | Bíldsey SH 65 | 139416 |
53 | Ottó N Þorláksson VE 58 | 134141 |
54 | Sævík GK 757 | 129975 |
55 | Núpur BA 69 | 120146 |
56 | Ólafur Bjarnason SH 137 | 105304 |
57 | Sigurborg SH 12 | 102460 |
58 | Berglín GK 300 | 99277 |
59 | Fróði II ÁR 38 | 93760 |
60 | Harðbakur EA 3 | 90390 |
Guðmundur í NEsi RE mynd frá FB síðu þeirra