36 tonna dagur hjá Einar Guðnasyni ÍS

já eins og í fréttinni um Vigur SF þá hefur tíðarfarið núna í febrúar verið virkilega erfitt


en þá fáu daga sem hefur gefið á sjóinn þá hefur verið mokveiði.

á Suðureyri þá lenti áhöfnin á Einar Guðnasyni ÍS í mokveiði , og svo góðri að þeir þurftu að tvílanda sama daginn.

Á Einar eru tvær áhafnir, og Bjarni Ragnar Guðmundsson er með bátinn í tvær vikur, og tekur þá Haraldur Jón við bátnum í 2 vikur og svo koll af kolli.

15 febrúar þá þurfti Bjarni ásamt áhöfn sinni á Einar Guðnasyni ÍS að landa tvisvar, og í samtali við Aflafrettir þá útskýrir Bjarni ansi vel hvernig þetta kom

Hann fór út á hádegi, 14.febrúar og lagði 22 rekka ( 20900 króka eða 50 bala).  dró 17 rekka ( 16150 króka eða 38 bala) 

og lagði af þeim 13 rekka aftur í sjóinn.
Kom í land 15.febrúar kl 0700 og landaði 15,564 kg eða 15,5 tonn.    og gerir það um 409 kíló á bala.

Fór út aftur og dró þessa 5 rekka sem voru síðan deginum áður og á þá voru sirka 4,5 tonn.  Það gerir um 4,5 tonn á 11 bala sem eru um 409 kíló á bala.

dró síðan hina 13 rekkanna og á þá fengust 16,5 tonn, og kom því Einar Guðnason ÍS í land með 20,5 tonn.

á seinni rekkanna þá, var veiðin ansi góð, því að þetta reiknast aðeins sem 29 balar, og aflinn 569 kíló á bala, 

og það er ekkert annað enn mokveiði.

Svo þegar upp var staðið  þá var heildaflinn hjá Einar Guðnasyni ÍS 36,5 tonn sem fékkst á alls 33250 króka eða 79 bala

það gerir um 462 kíló á bala,  og já það má segja að það sé mokveiði.

Það má bæta við að Bjarni og áhöfn hans var með bátinn í 2 vikur, en á þeim tíma náði Bjarni aðeins að fara í fjóra róðra útaf veðri,

enn náði samt sem áður að landa samtals 77,8 tonni í 4 róðrum   sem reiknast þá á 178 bala

og aflinn 437 kíló á bala sem er feikilega góður afli


Einar Guðnason ÍS mynd Sæmundur Þórðarsson