4 grásleppubátar með 420 tonna afla

Þá er nýjasti grásleppulistinn kominn á aflafrettir



Ansi mikið sem er merkilegt við þessa grásleppuvertíð, 

enn veiðin er búinn að vera feikilega góð góð og það verður frekar erfitt fyrir þá báta sem eru nýbyrjaðir á veiðum að ná inná topp 10

alls 4 bátar hafa náð yfir 100 tonna grásleppuafla og er það algjört einsdæmi.  

samtals hafa þessir 4 bátar landað alls 421 tonni.

Aflahæstur er Sigurey ST en hún er líka stærsti báturinn,  með 110,3 tonn í21 róðri og mest 8,6 tonn, landað á Drangsnesi

Númer 2 er Hlökk ST frá Hólmavík með 107,3 tonn í 16 róðum og mest 9,6 ton,

Númer 3 er Aþena ÞH með 103,3 tonn í 23 og mest 7,5 tonn, og það má geta þess að Þessi bátur var aflahæstur árið 2020 á grásleppunni

og síðan er númer 4, og kanksi vekur sá bátur mest athygli. því þarna er Rán SH frá Ólafsvík. enn báturinn landaði líka

í Stykkishólmi.  Aflinn hjá honum rétt skreið yfir 100 tonnin, eða 100,1 tonn í 26 róðrum og mest 6,8 t

Neðan við þessa 4 báta er svo Benni ST með 91,3 tonn og Simma ST með 90,7 tonn


Rán SH mynd Alfons Finnsson