400 tonn og 200 tonn. 11.maí.

Þá er 11.maí 2020 gengin í garð. 


og samkvæmt dagatölum sem einu sinni voru þá er þetta Lokadagurinn.

það er þannig í dag að þessi dagur 11.maí er í fæstum dagatölum merkur inn sem Lokadagurinn.

Lokadagurinn er lokadagur vetrarvertíðarinnar, en þessi dagur var ansi merkilegur á árum áður 

og oft var slagur á milli báta um hver yrði aflahæstur á vertíð,

Nú er öldin önnur.  

Ég hef afturá móti haldið uppá þennan dag 11.maí og fylgt því eftir með greinum um vertíðina,

ég byrjaði á því árið 2005 og fjallaði þá um vertíðina 2005 en til samanburðar skoðaði vertíðina árið 1955 

og hef síðan haldið áfram til dagsins í dag.

Núna er ég byrjaði á að vinna vertíðaruppgjörið fyrir vertíðina 2020 og líka fyrir vertíðina árið 1970.

þau miðast við 400 tonn, það er að segja bátar sem ná að fiska yfi 400 tonn veríðina 2020 og vertíðina 1970 komast 

á lista og þannig er hægt að sjá samanburðin á milli vertíða

smábátar miðast við 200 tonn, og er miðað við báta sem eru undir 21 BT að stærð.

Set hérna inn mynd af Betu GK enn spurning hvort hún nái inná listann yfir smábátanna 

nú eða þá stóra listann sem er bátar yfir 400 tonna afla.  

ÉG mun láta ykkur vita nánar þegar þetta kemur út, enn gott væri að fá að vita aðeins 

fyrirfram hverjir hefðu áhuga.


Beta GK mynd Halldór