400 tonna mánuður hjá Saxhamri SH,1979
Netabáta menning á Rifi var á árum áður nokkuð mikil og þaðan voru oft bátar á veiðum sem náði því að verða aflahæstir yfir allt landið á vertíð. þeirra þekktastur er Skarðsvík SH.
Einn af þeim bátum sem var nokkuð duglegur á netunum þar var báturinn Saxhamar SH. árið 2015 er mun stærri báturin gerður út undir þessu nafni og hefur hann verið á beitningavélalínu enn stundað netaveiðar með góðum árangri um veturinn,
Gamli Saxhamar SH var mun minni enn núverandi Saxhamar SH og nú munum við skoða mars mánuð með tenginu yfir í febrúar og aðeins í apríl árið 1979.
Saxhamar SH réri ansi mikið í mars mánuði árið 1979 því báturinn fór í alls 27 róðra og aflinn var nokkuð góður,
ef við skoðum viku fyrir viku þá er þetta svona,
Vika 1. sem byrjaði 25 febrúar til 3 mars.
lítið var róið í febrúar og aflinn var einungis 9,2 tonn í 2 róðrum
Sömuleiðis var aflinn fyrstu daganna í mars frekar lítill eða 7,7 tonn í 3.
samtals var því fyrsta vika ekki nema 17 tonn í 5 róðrum ,
vika 2. frá 4 mars til 10 mars,
það byrjaði strax vel. 23 tonn í fyrsta róðrinum enn aflinn var frekar tregur eftir það.
heildaraflinn 56,7 tonn í 4 róðrum,
Vika 3 frá 11 mars til 17 mars.
Hérna í þessari viku fór áhöfnin á Saxhamri í 7 róðra á 7 dögum. aflinn byrjaði frekar rólega. 21 tonn í 3 fyrstu róðrum
enn fór síðan að aukast allt verulega, því í næstu 4 róðrum landaði Saxhamar SH 89 tonnum, mest 29,5 tonn
samtals var því aflinn 110,3 tonn í 7 róðrum
vika 4. frá 18 mars til 24 mars.
Aftur réru þeir á Saxhamri SH ansi stíft og réru alla daga vikunnar
aflinn var góður að jafnaði og aflinn 124,3 tonn í 7 róðrum eða 17,7 tonn í róðri. mest 25,7 tonn,
vika 5. frá 25 mars til 31 mars
enn og aftur þá réri Saxhamar SH ansi mikið og þriðja vikan í röð þá var róð alla daganna. og var því róið samfellt í 21 dag.
aflinn var líka nokkuð góður. mesti afli í róðri 21,2 tonn,
og heildaraflinn 114,8 tonn í 7 róðrum ,
Heildaraflinn í mars var því nokkuð góður eða 409,5 tonn í 27 róðrum eða 15 tonn í róðri
Aflinn fyrstu vikuna í apríl var líka nokkuð góður.
vikan frá 1 apríl til 7 apríl þá landaði Saxhamar SH 94 tonnum í 6 róðrum og stærsti róður 33 tonn,
Saxhamar SH mynd Sigurður Ólafsson