4200 tonn á 2 vikum af þrem bátum,,2017
Hef oft ansi gaman að renna í gegnum norsku fiskistofuna. maður finnur þar alltaf ýmislegt góðgæti,
og hérna er eitt sem er nokkuð sérstakt,
þarna er ekki einn bátur sem fjallað er um heldur þrír,
Allir þessir bátar eru kanski ekki að veiða enn þeir eru að ná í Þara og landa honum ekki í höfn, heldur í skip sem heitir Bona Safir. Bona Safir er skip sem er um 80 metra langt og mælist um 2168 tonn , smíðað árið 1992.
núna á síðustu tveim vikum þá hafa þessir þrír bátar landað þara í Bona Safir alls um 4200 tonnum,
þessir þrír bátar eru Sjöhesten M-8011-F, sem er með 188,5 tonn í 5 löndunum,
Tarahav sem hefur landað 2040 tonnum í 20 löndunum og þar af landaði báturinn þrisvar 18 ágúst alls um 280 tonnum,
Tarebas er svo þriðji báturinn og hefur hann landað 1959 tonn í 17 róðrum og mest 140 tonn í einni löndun,
Þessir bátar eru ekki stórir. 15 metra langir og um 7 metra breiðir.,
Enn ansi mikill afli eða þari hjá þessum. 4200 tonn á 2 vikum,
Tarabas Mync Leif Eirk Hansen
Tarehav Mynd MAgnar Lyngstad
Bona Safir Mynd Magnar Lyngstad