44 ára sögu Mánaberg ÓF lokið..2017
Á Árunum milli 1970 og 1980 þá var mikið um að vera í íslenskun sjávarútvegi. þvi þá var verið að skipta út síðutogurnum fyrir nýrri og fullkomnari skuttogara.
mjög margir skuttogarar komu til Íslands á þessum árum og voru þeir skipt í tvo hópa. togarar sem voru undir 500 brl að stærð og togarar sem voru stærri enn 500 brl.
einn af þeim togurunum sem komu til íslands á þessum tíma var togarinn Bjarni Benedtiksson RE 210 sem kom í janúar árið 1973.
Bjarni Benediktsson RE var mikið aflaskip og náði því að vera aflahæstur yfir landið eitt árið og ansi margri mjög stórar aflatölur eru til um togaranna meðan að hann var sem ísfiskstogari.
Seinna meir þá var þessi togari seldur og breytt í frystitogara og fékk þá nafnið Mánaberg ÓF . Undir nafninu Mánaberg ÓF þá var þessi stóri gamli togari mjög far og fengsæll. Vegna þess að Þormóður Rammi er að láta smíða fyrir sig nýjan frystitogara sem kemur seinna á þessu ári, þá er búið að selja Mánaberg ÓF til Rússlands og fór togarinn í burtu frá landinu í gær .17 mars.
280 þúsund tonn
Aflatölur á ég til um skipið frá upphafi og til dagsins í dag,. ég hef ekki skoðað þær nákvæmlega fyrir skipið enn ég samkvæmt heimildum frá Siglufirði þá aflaði skipið alls um 280 þúsund tonn ( tek það fram að þessi tala gæti breyst eftir að ég er búinn að fara yfir aflatölurnar) á þessum 44 árum sem að togarinn hefur verið gerður út.
Farsæl skip sem er farið af landi brott
( það má geta þess að saga skipsins mun verða skrifuð í nokkurn veginn bókarformi samskonar og um togarnn Ásbjörn RE sem að aflafrettir rokka ehf munu gefa út)
Mánaberg ÓF að koma til hafnar á Ólafsfirði. Myndir Gísli Reynisson
Mánaberg ÓF mynd ljósmyndari ókunnur