4836 tonn strandveiðiafli í maí. 60 bátar með yfir 10 tonna afla


Þá er maí mánuður búinn og ekki er nú hægt að segja að júní mánuður byrji vel 
og þá aðalega fyrir strandveiðibátanna.

Maí mánuður var nokkuð góður, og ansi margir bátar voru á strandveiðunum 

ætla að renna aðeins yfir maí mánuð

4836 tonn
Heildarafli sem bátarnir lönduðu var  4836 tonn,  og af því þá var þorskur 4517 tonn og 288 tonn af ufsa, 

um 700 bátar voru á strandveiðunum í maí og skiptust þeir á 47 hafnir um landið

Sandgerði með flesta bátanna
Fjórar hafnir voru með yfir 50 báta sem lönduðu afla, enn hafa ber í huga að sumir bátanna lönduðu á nokkrum höfnum

til dæmis þá voru bátar í Sandgerði sem lönduðu t.d líka í Grindavík, Keflavík og Hafnarfirði.

Bátar frá Rif og Ólafsvík fóru líka í Arnarstapa og nokkrir alla leið til PAtreksfjarðar

Bátar á Norðurfirði, lönduðu líka á Drangsnesi og Hólmavík

Bátar á Ólafsfirði lönduðu líka á Siglufirði

en Í Ólafsvík þá voru 52 bátar, og líka í Bolungarvík

55 bátar voru í Patreksfirði

en það var Sandgerði sem var með flesta bátanna eða 59 báta.

Ef litið er á aflann per hafnir. 

var Ólafsvík með mest eða 408 tonn eða 7,84 tonn á bát

Sandgerði kom þar á eftir með 400 tonn eða 6,77 tonn á bát.  enn hafa ber í huga að nokkrir bátar lönduðu 

í eitt skipti og 2 skipti í Sandgerði og það dregur meðalaflann per bát niður

Rétt á eftir Sandgerði kom Patreksfjörður með 390 tonn sem er 7,08 tonn per bát

Bolungarvík var í fjórða sæti með 383 tonn sem gerir 7,36 tonn per bát

Rif er í fimmta sætinu með 286 tonn

Arnarstapi kom í sjötta sæti með 275 tonn.

ef við lítum á svæðin A--B--C--D

A Svæði samtals afli 2564 tonn eða 53% af aflanum í maí.

B svæði með 761,1 tonn eða 15,7% af aflanum í maí

C svæði með 521 tonna afla eða 10,7% af aflanum í maí

D svæði með 991,6 tonna afla eða 20,6% af aflanum í maí

60 bátar hafa náð yfir 10 tonn afla

Og hérna að neðan er listi yfir bátanna í maí sem náðu yfir 10 tonn afla 

athygli vekur að enginn bátur á svæði B er inn á þessum lista

enn mjög margir bátar eru á svæði D, enn þar er ansi mikið um ufsa hjá bátunum 

aflahæsti báturinn í maí var þó ekki á svæði D, heldur Máney SU 14 sem réri frá Djúpavogi og með 16 tonn í maí


Máney SU mynd Vernharður Jósefsson




Sæti Nafn Höfn Afli Svæði
1 Máney SU-14 Djúpivogur 16.04 C
2 Öðlingur SF-165 Hornafjörður 15.47 D
3 Halla Sæm SF-23 Hornafjörður 15.34 D
4 Hulda SF-197 Hornafjörður 14.81 D
5 Arnar ÁR-55 Þorlákshöfn 13.90 D
6 Ásbjörn SF-123 Hornafjörður 13.11 D
7 Hilmar afi SH-124 Ólafsvík 12.97 A
8 Birna SF-147 Hornafjörður 12.96 D
9 Dögg SF-18 Hornafjörður 12.95 D
10 Sædís AK-121 Arnarstapi 12.56 A
11 Elli SF-71 Hornafjörður 12.50 D
12 Sæunn SF-155 Hornafjörður 12.49 D
13 Júlli Páls SH-712 Ólafsvík 12.07 A
14 Hafdalur GK-69 Sandgerði 11.84 D
15 Snjólfur SF-65 Hornafjörður 11.55 D
16 Mardís VE-236 Vestmannaeyjar 11.54 D
17 Benni SF-66 Hornafjörður 11.54 D
18 Hrafnborg SH-182 Arnarstapi 11.43 A
19 Guðrún GK-90 Sandgerði 11.34 D
20 Guðmundur Þór NS-121 Arnarstapi 11.14 A
21 Nonni SU-36 Djúpivogur 11.09 C
22 Kóni SH-57 Rif 10.98 A
23 Tangó SH-188 Arnarstapi 10.94 A
24 Stormur SH-33 Ólafsvík 10.94 A
25 Sandvík KE-79 Sandgerði 10.83 D
26 Agla ÍS-179 Patreksfjörður 10.83 A
27 Geiri HU-69 Arnarstapi 10.81 A
28 Falkvard ÍS-62 Arnarstapi 10.72 A
29 Valdís ÍS-889 Arnarstapi 10.60 A
30 Séra Árni GK-135 Sandgerði 10.60 D
31 Sigurbjörg SF-710 Hornafjörður 10.59 D
32 Beta SU-161 Djúpivogur 10.53 C
33 Valdimar SH-250 Grundarfjörður 10.46 A
34 Sigrún Björk ÞH-100 Húsavík 10.45 C
35 Hlöddi VE-98 Vestmannaeyjar 10.42 D
36 Heppinn AK-31 Arnarstapi 10.40 A
37 Harpa ÁR-18 Ólafsvík 10.39 A
38 Andrea SU-51 Arnarstapi 10.36 A
39 Una KE-22 Sandgerði 10.33 D
40 Glaumur SH-260 Rif 10.32 A
41 Már SU-145 Djúpivogur 10.27 C
42 Von GK-175 Sandgerði 10.27 D
43 Lundey ÞH-350 Húsavík 10.26 C
44 Siggi á Bakka SH-228 Ólafsvík 10.22 A
45 Jón Pétur RE-411 Patreksfjörður 10.21 A
46 Kristborg SH-108 Ólafsvík 10.18 A
47 Geisli SH-15 Ólafsvík 10.17 A
48 Ingibjörg SH-174 Ólafsvík 10.17 A
49 Arney SH-162 Grundarfjörður 10.15 A
50 Hilmir SH-197 Ólafsvík 10.15 A
51 Hanna SH-28 Ólafsvík 10.12 A
52 Glaður SH-226 Ólafsvík 10.10 A
53 Haukur ÍS-154 Bolungarvík 10.09 A
54 Naustvík ST-80 Ólafsvík 10.08 A
55 Rakel SH-700 Ólafsvík 10.06 A
56 Gola GK-41 Sandgerði 10.06 D
57 Birta SH-203 Grundarfjörður 10.03 A
58 Sigrún Hrönn ÞH-36 Húsavík 10.03 C
59 Katrín II SH-475 Ólafsvík 10.02 A
60 Stakasteinn GK-132 Sandgerði 10.02 D