49 ára gamall dragnótabátur í mokveiði í Noregi,,2018

Það er ansi góð veiði núna við Íslands loksins þegar að þessum langvarandi brælum lauk,


enn í Noregi er líka búið að vera mjög góð veiði,

bæði í Línu og netin og líka hjá þeim bátum sem stunda dragnótaveiðar,

Einn af þeim bátum sem eru á þeim veiðum er eikarbáturinn Karl Viktor N-37-V sem er gerður út frá Svolvær

þessi bátur er smíðaðir árið 1969 enn endurbyggður árið 2001.  hann er 19,5 m etra langur og 5,3 metra breiður.  og um borð er 650 hestafla vél

Undanfarna daga þá hefur þessi 49 ára gamli bátur fiskað ansi vel á dragnótina,

Því núna í 9 róðrum þá hefur báturinn landað 125 tonnum eða 13,9 tonn í róðrim

og stærsti róðurinn var nú ansi stór eða tæp 31 tonn sem er fullfermi hjá bátnum,

á myndinni sem fylgir þessum pistli þá er báturinn með um 14 tonn í sér.  enn myndin var tekin 3.febrúar


Dagur Afli
3 14,1
4 8,5
6 10,7
8 30,6
9 19,3
13 4,8
14 15,1
15 17,7
16 5,1


Karl Viktor Mynd Per Lorentsen