50 þúsund tonn hjá Venusi NS,2016
Eins og undanfarin ár þá hefur verið á síðunni í gangi í allt ár listi yfir uppsjávarskipin. og hægt er að sjá nýjasta listann með því að klikka HÉRNA.
Svo til allt þetta ár þá hefur einungis eitt skip verið í toppsætinu og hefur áhöfnin á Venusi NS ekkert verið á þeim skónum að afhenda toppsætið til einhverra annara skipa,
Enda er nú svo komið að Venus NS er kominn yfir 50 þúsund tonn á árinu 2016,
í síðasta túrnum hjá Venusi NS þá bakaði kokkurinn þar um borð þetta líka fínu köku sem sjá má á mynd hérna að neðan og hélt smá matarveislu fyrir áhöfnina,
Skoðum aðeins nánar aflann hjá Venusi NS,
Loðnu aflinn er 8689 tonn og er Venus NS í öðru sæti með loðnuaflann. enn aflahæstur á loðnunni er Vilhelm Þorsteinsson EA;
Síldin er 7681 tonn og er Venus NS í sæti númer fimm yfir landið með mestan síldarafla,
Kolmunninn hjá Venusi NS er 22647 tonn og er Venus NS aflahæstur íslenskra skipa í kolmunna,
Makríllinn er 11749 tonn og er Venus NS aflahæstur íslenskra skipa á makríl,
Að auki er Venus NS með smá slatta af öðru,
3,4 tonn af ufsa
11,3 tonn af þorski
3,7 tonn af grásleppu
724 kíló af karfa.
Venus NS Mynd áhöfnin á Ísleifi VE
Kakan góðan í Venusi NS Mynd af FB síðu Venusar NS