5100 tonna afli og síðan Þerney RE 1


kanski áður enn áfram er haldið, núna er ég í hringferð og það sem skrifaði á Aflafrettir í gær var skrifað 
á Dalvík, og núna er staddur á Mývatni.

í gær þá birti ég tvo lista yfir frystitogara árið 2024, og síðan árið 2000

árið 2000, þá var togari þar á veiðum sem hét Þerney RE.

Saga Þerneyjar RE lauk árið 2017 þegar að stjórn HB Granda ákvað láta smíða nýjan togara sem myndi leysa Þerney RE af

en í miðju smíðaferlinu þá var skipið selt til dótturfélags Brims ehf í Grænlandi og fékk þá nýji togarinn nafnið Ilvileq.  

gríðarlega afkastamikið skip og hafa fréttir um skipið verið skrifaðar hérna á aflafrettir

til að mynda þessi frétt hérna þar sem togarinn kom með yfir 2300 tonn í land í einni löndun 


Núna er þetta öfluga skip loksins aftur komið með nafnið sem átti upprunalega að fara á skipið, því núna er skipið 

komið með skipaskrárnúmerið 2960 og nafnið Þerney RE 1.

Reyndar þá er togarinn búinn að landa núna á þessu árið um 5100 tonnum af fiski áður enn skipið 

fékk nafnið Þerney RE.

Þerney RE hefur hafið veiðar, og er búið að færa kvóta frá Akurey AK og Helgu Maríu RE á skipið.

mun skipið ná 2300 tonna löndun undir íslensku nafni?.  ja það verður fróðlegt að sjá, 




Þerney RE mynd Magnús Jónsson


Ilvileq Mynd Skipasmíðastöðin

Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisso