6 bátar árið 2022---68 bátar árið 2002.

Að fara á vertíð suður með sjó.  Þetta orðatiltæki á sér langa sögu, því allt frá því að vélbátaútgerð fór að eflast hérna á Íslandi


þá var það þannig að bátar frá Austfjörðum og Norðurlandinu komu suður á vertíð.

oftast var þá um að bátar væru að koma til Keflavíkur, Sandgerðis, Grindavík og Þorlákshafnar.

það má segja að þetta nái allt aftur fyrir 1940.

fram undir alda mótin 2000 þá var  þetta svo til ennþá við lýði enn hafði þá fækkað mikið bátunum sem fóru suður á vertíð,

eitt helsta veiðarfærið sem bátarnir stunduðu á vetrarvertíð voru netaveiðar , og þegar mest var þá voru hátt í 300 bátar á netaveiðum á svæðinu frá Vestmannaeyjum og í Keflavík.

Þrátt fyrir þennan gríðarlega fjölda af bátum þá var oft mokveiði hjá þeim og iðulega þá í mars og apríl.,

síðan tók bátunum að fækka og þeim fækkar mikið sérstaklega þegar núna er komið fram á árið 2022,

Suðurnesin, árið 2022
Ef horft er bara á Suðurnesin á eru tölurnar ansi sláandi,

Núna árið 2022 í febrúar  þá eru netabátarnir aðeins 6 sem eru á veiðum.  og þar af á Hólmgrímur þrjá þeirra,

þetta eru bátarnir, Grímsnes GK,  Halldór Afi GK, Maron GK , síðan Erling KE, Bergvík KE og Sunna Líf GK.

Ef við förum aðeins aftur í tímann, enn þó ekki langt, förum bara til ársins 2002, eða 20 ár aftur í tímann.

Sláandi samanburður við árið 2002
þá er samanburðurinn ansi sláandi,.

því á voru á veiðum á netum frá Suðurnesjunum alls 68 bátar.

Grindavík 2002
í Grindavík á voru 23 netabátar á veiðum , veiðin var reyndar treg, enn netabátarnir í Grindavík lönduðu alls í febrúar 2002

um 560 tonnum.   t. d Hafberg GK með 81 tonn í 8.  Óli á Stað GK með 68 tonn í 2, en þessi bátur var með sknr 233.  Þorsteinn GK 37 tonn í 6.  

Maron GK plastbátur með sknr 2093, 32 tonn í 18, Eldhamar GK 31 tonn í 7.  Gullfari HF 27 tonní 15.  Nóna GK 23 tonn í 15 og Ársæll Sigurðsson HF 17 tonn í 15

Ársæll Sigurðsson HF er í dag Blær ST.

Sandgerði 2002
Í Sandgerði þá voru 32 bátar á netaveiðum og lönduðu þeir um 400 tonna afla, en margir af þessum bátum voru smábátar,

þar voru t.d Ósk KE með 61 tonn í 18, og þessi bátur heitir í dag Maron GK.  Hafnarberg GK var með 47 tonn í 18 og heitir þessi bátur Maggý VE.   Hólmsteinn GK 24 tonn í 13

Keflavík 2002
í Keflavík og Njarðvík voru alls 13 bátar á netaveiðum og þeirra hæstur var Happasæll KE með 91 tonn í 12, en þessi bátur heitir Sigurfari GK árið 2022.  Gunnar Hámundarsson GK 34 tonn

í 16, Gunnþór GK 15 tonn í 4, Þessi bátur hét lengi Jóhann Gíslason ÁR .  

Þetta er gríðarlega mikill samdráttur á netaveiðum bara frá þessum þremur höfnum.  fleiri hafnir munu verða skoðaðar í framhaldinu 

í stuttu máli þá er þetta þannig.  

Grindavík árið 2002, 23 bátar, árið 2022, 1 bátur

Sandgerði árið 2002, 32 bátar árið 2022 1 bátur.

Keflavík/Njarðvík, árið 2002, 13 bátar árið 2022, 4 bátar

Reyndar er rétt að hafa í huga að bátarnir sem eru að landa í Keflavík/ Njarðvík fóru líka til Sandgerðis 



Happasæll KE árið 2002, Mynd Hafþór Hreiðarsson