6 herskip til Íslands. fyrstu í dag. ,2018

Ekki aflatölur enn smá svona hliðarfrétt 


Núna er í gangi hin svokallað NATO æfing og núna næstu daga þá munu ansi mörg herskip frá Bretlandi.  Kanada og Bandaríkjunum koma til Íslands og liggja við bryggju á Skarfabakka

Þetta verða allt í allt 6 herskip sem munu koma og fyrstu koma í dag, og fleiri koma svo á morgun 18.október.    Öll munu þau liggja við Skarfabakka og til að koma þeim fyrir það þá munu sum skipin liggja utan á öðru skipi,

Það fer ekkert milli mála að þessi stóru herskip komi því að mikil vinna og þjónusta er í kringum þessi skip,

 Miklir farþegaflutningar
t.d þá verða mjög miklir farþega flutningar daganna sem skipin eru á landinu  , og eru t.d hátt í 40 til 50 rútur sem munu aka á milli Skarfabakka og Hörpu frá morgui til kvölds alla daganna sem að skipin eru hérna. 
Auk þess eru um 55 minni rútur, eða í kringum 19 sæta bíla sem munu aka yfirmönnum skipanna um reykjavík og víðar.
og til viðbótar má nefna að á laugardaginn þá mun um 400 til 500 manna hópur hermanna fara upp í þjórsárdal og eru það um 8 til 10 rútur sem munu sjá um þann akstur,

að mestu þá munu 3 fyrirtæki sjá um þennan akstur.  Eitt fyrirtækið mun sjá um aksturinn í Þjórsárdal,  Annað fyrirtækið mun sjá um alla 55 minni rútunar, og þriðja fyrirtækið mun sjá um aksturinn á milli Skarfabakka og Hörpu.

enn hvaða skip eru þetta,



USS Iwo Jima er langstærsta skipið sem kemur og er þetta eina flugmóðurskipið sem kemur.  það er 257 metra langt og 32 metra breidd, var smíðað árið 2000 og mælist um 41þúsund tonn.  um borð eru samtals vélar sem gefa um 70 þúsund hestöfl.  skipið gengur 22 mílur og hefur um 1800 manna áhöfn,


Uss New York,

Þetta er nýjasta skipið sem kemur var smíðað árið 2007 og er 208 metra langt og mælist um 25 þúsund tonn.  það er 32 metra breitt og gengur 22 mílur.  um borð er um 800 manna áhöfn.  Vélarnar eru allar frá MAN og eru fjórar vélar í skipinu V16 vélar og er hver vél 84 tonn að þyngd.  Alls er hver vél 10400 hestöfl og er því samanlögð hestaflatala skipanna um 45 þúsund hestöfl,


Uss Gunston Hall.

Uss Gunston Hall er þriðja stærsta skipið sem kemur og er þetta skip doldið sérstakt því að það hefur gríðarlega krana til að hífa meðal annars skriðdreka og að auki þá getur skipið hálf sökkt sér að aftan til þess að hægt sé að koma prömmum og fleira af og frá borði.  þetta skip er meðal annars notað þegar flytja á búnað af hafi og beint í fjöru.  
Skipið er 190 metra langt og 26 metra breitt.  smíðað árið 1989 og er um 16500 tonn.  Heildarhestaflatala vélanna um borð er 33 þúsund hestöfl og gengur skipið 20 mílur.  um borð er um 500 manna áhöfn.


HMS Westminister.  er smíðað árið 1992 og mælist um 4900 tonn.  er 133 metra langt og 16 metra breitt.  í skipinu eru fjórar aðalvélar sem hver er 2020 hestöfl eða alls um 8100 hestöfl.  skipið gengur 28 mílur og er með 185 manna áhöfn.

Þetta skip er smá kvikmyndastjarna því að skipið spilaði stórt hlutverk í myndini Tomorrow Never Dies sem er James Bond mynd og þar  var skipið notað í atriðum með þremur mismunandi nöfnum.  Þetta skip kemur frá Bretlandi,


HMs Northumberland kemur líka frá Bretlandi og er systurskip HMS westminister.  
Þetta skip er smíðað árið 1992.  og er 4900 tonn.  133 metrar  á lengd og 16 metrar á breidd.  er með sömu vélar og áhafnafjölda og Hms Westminister


Hcms Toronto kemur frá Kanada og er smíðað árið 1990.  er 4796 tonn og 134 metra langt.  16,5 metrar breidd og um borð eru vélar samtals rúm 47 þúsund hestöfl.  Skipið er gríðarlega hraðgeng því að skipið nær um 30 mílna hraða sem er svipað og góður Sómi smábátur.  225 manna áhöfn er á skipinu.

Til viðbótar þessum 6 þá voru Uss Hue City sem er 9600 tonna skip 173 metra langt og Uss Mount Whitney sem er smíðað árið 1970 og er 189 metra langt skip bókuð í að koma til íslands enn þau munu ekkikoma til landsns