6 manna áhöfn bjargaðist þegar að Klævtind I sökk í Noregi

Við höfum hérna á Aflafrettir verið að fylgjast með netabátunum í Noregi sem eru ansi margir.


og bátunum þar hefur verið flokkað eftir lengdum og einn af þeim flokkum er flokkur báta frá 15 til 19,99 metra langir
í þeim flokki hefur útgerðarmaðurinn og skipstjórinn Glenn-Thomas Madsen gert út bátinn Klævtind I N-14-A.

honum gekk mjög vel árið 2022, og veiddi hátt í 1100 tonn sem allt var tekið í netin,

núna árið 2023 þá byrjaði báturinn vel, enn hann hafði landað alls 60 tonnum í 5 róðrum .

Þeir róa frá Andenes í Norður Noregi og 9.janúar 2023, þá voru þeir að færa sig nær landi þegar þeir lentu á rifi

og það kom gat á bátinn í vélarrúminu og mikill sjór tók að leka inn í bátinn.
um borð í Klævtind I var sex manna áhöfn og kom björgunarbátur frá Andenes og bjargaði áhöfn bátsins.
engin hætta var en Glenn sagði í samtali við Aflafrettir að vindur var um 20 M á sekúndu enn fjöllinn þarna skýldu bátnum.

Glenn sagði að hann hefði átt bátinn síðan árið 2015 og gengið vel þau ár sem hann hefur verið með bátinn.

þegar Aflafrettir töluðu við Glenn þá var hann í miklu sjokki, enn sagðist ætla sér að gefa þessu nokkra daga 
og fara síðan að leita að öðrum báti og halda áfram fiskveiðum,

Guðmundur Bjarni Kristjánsson sem er á netabátnum Mjasund í Noregi , var þarna skammt frá og var einn af þeim bátum sem komu 
að Klævtind og hann tók myndband sem má sjá hérna í tengli að neðan