60 ára gamall norskur bátur að mokveiða,,2017
Alltaf gaman að skoða báta í noregi og sjá hvað þeir eru að fiska,
í Noregi er mikið um nýlega báta eða alveg nýja. enn Norðmenn eiga líka mjög gamla báta sem þeir gera ennþá út,
og þessi bátur er einn sá elsti sem ég hef fjallað um hérna á Aflafrettir. og hann heitir ansi skemmtulegi nafni,
þessi bátur heitir því skemmtilega nafni Turbo N-45-F og er smíðaður árið 1957 og er því orðin 60 ára gamall.
Hann er 18,4 metrar á lengd og 5,2 metrar á breidd og mælist um 55 tonn. var endursmíðaður árið 1989. um borð í bátnum er 325 hestafla vél
Báturinn er ekki með nema 12 tonna ýsukvóta enn er samt búinn að fiska um 300 tonn af ýsu,
Turbo er núna að veiða ýsuna í flotlínu og er sérútbúinn í þær veiðar. með nælon línu og litla króka,
núna síðustu daganna i júlí hefur þessi 60 ára gamli bátur verið að mokveiða ýsunni
því alls hefur báturinn landað 100,1 tonni í 9 róðrum og voru tveir af þessum ferðum yfir 14 tonn í róðri. stærsti róðurinn 14,7 tonn,
Turbo Mynd Lammert Melk