62 þúsund tonn af kolmuna frá erlendum skipum
í enda febrúar þá skrifaði ég frétt um uppsjávarafla sem að erlend skip hafa landað
að mestu á austurlandinu og þetta eru að mestu skip frá Noregi,
núna er staðan þannig að erlendu uppsjávarskipin hafa landað alls rúmlega 62 þúsund tonn um af afla
og er þetta allt saman kolmunni, þrjú erlend skip lönduðu reyndar loðnu, um 3 þúsund tonnum.
Það eru tvær hafnir sem hafa tekið á móti langmestum afla af þessum skipum
það eru Eskifjörður og Fáskrúðsfjörður
Mest hefur komið til Fáskrúðsfjarðar, en þar hafa skipin landað tæplega 29 þúsund tonnum
og þar hefur Loðnuvinnslan tekið á móti þeim afla
þar á eftir kemur svo Eskifjörður með tæplega 20 þúsund tonn , sem Eskja hefur tekið móti.
Flest skipin hafa komið í eitt skipti, nema 6 skip sem hafa landað tvisvar hvert skip
og efstur trónir Ola Ryggefjord sem hefur landað þrisvar, eitt skipti á Eskifirði, og tvisvar á Fáskrúðsfirði.
Sæti | Nafn | Afli | Landanir | Höfn | Land |
1 | Ola Ryggefjord NO | 6273 | 3 | Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður | Noregur |
2 | HAVSKJER M0400A | 4853 | 2 | Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður | Noregur |
3 | Gardar VL-24-AV | 4812 | 2 | Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður | Noregur |
4 | Hardhaus VL0009AV | 4571 | 2 | Eskifjörður | Noregur |
5 | Steinevik H 0058AV | 3904 | 2 | Fáskrúðsfjörður, Eskifjörður | Noregur |
6 | Manon H 0026AV | 3613 | 2 | Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður | Noregur |
7 | Fagraberg FD 1210 | 2666 | 1 | Seyðisfjörður | Færeyar |
8 | Borgarin KG 491 | 2511 | 1 | Fáskrúðsfjörður | Færeyar |
9 | PATHWAY GB | 2422 | 1 | Vestmannaeyjar | Bretland |
10 | Tróndur í Gøtu FD 175 | 2280 | 1 | Fáskrúðsfjörður | Færeyar |
11 | Østerbris H0099AV | 2233 | 1 | Eskifjörður | Noregur |
12 | Strand Senior M 0125H | 2145 | 1 | Eskifjörður | Noregur |
13 | Smaragd M 0065HØ | 2007 | 1 | Eskifjörður | Noregur |
14 | HAVSTÅL M 0300A | 1901 | 1 | Eskifjörður | Noregur |
15 | Heroyfjord NO | 1871 | 1 | Neskaupstaður | Noregur |
16 | Nordsjoebas NO | 1750 | 1 | Neskaupstaður | Noregur |
17 | Slatterøy VL 0264AV | 1742 | 1 | Neskaupstaður | Noregur |
18 | Malene S H0077AV | 1697 | 1 | Fáskrúðsfjörður | Noregur |
19 | Quantus PD379 | 1665 | 1 | Eskifjörður | Bretland |
20 | Katrin Jóhanna VA 410 | 1661 | 1 | Fáskrúðsfjörður | Færeyar |
21 | Eros M 0029HÖ | 1632 | 1 | Vestmannaeyjar | Noregur |
22 | Vendla H 0004AV | 1533 | 1 | Neskaupstaður | Noregur |
23 | Talbor H 0074AV | 1436 | 1 | Eskifjörður | Noregur |
24 | TRYGVASON NO | 1063 | 1 | Fáskrúðsfjörður | Noregur |

Ole Ryggefjord, Pic Steffen Heggöy
Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér
Gísli Reynisson. sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reyniss