7 skip í 200 tonna klúppnum, 2018
núna eru svo til öll nýju skipin kominn á veiðar nema að verið er að vinna í Viðey RE og gera hana klára til veiða,
það er kanski merkilegt við þetta er að núna hafa öll nýju skipin nema Drangey SK náð að koma með yfir 200 tonn í löndun.
Alls eru þetta 7 togarar sem hafa náð þessu og kanski má segja að togarinn Björg EA hafi verið fljótastur að fara yfir 200 tonnin.
Túr númer 2 hjá Björg EA
því í túr númer 2 þá kom Björg EA með 213,4 tonn eftir 5 daga á veiðum og gerir það um 43 tonn á dag,
Og Akurey AK
Akurey AK er líka búinn að rjúfa þennan 200 tonna múr og landaði 200,3 tonnum eftir 6 daga á veiðum.
Annars er mars mánuður svona varðandi togaranna sem hafa komið með yfir 200 tonnin. og hérna eru bara nefndir stærstu túrarnir þeirra,
Akurey AK 200,4 tonn
Engey RE 206,5 tonn
Helga María AK 213,3 tonn
Björg EA 213,4 tonn
Málmey SK 217,8 tonn
Björgúlfur EA 227,9 tonn
Kaldbakur EA 230 tonn,
Björg EA mynd Brynjar Arnarson