700 tonna kvóti seldur til Fáskúðsfjarðar,2017


Heldur betur hefur gengið vel hjá Sandfelli SU sem náði því áirð 2016 að vera aflahæstur allra bátar á landinu í flokki báta yfir 15 BT.  

var Sandfell SU með yfir 2000 tonna afla.  til þess að styrkja kvótastöðu bátsins þá hefur Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði keypt fyrirtækið Borgarhöfða í Grímsey.  með kaupunum á því fyrirtæki þá kom með báturinn Gyða Jónsdóttir EA og hefur sá bátur fengið nafnið Hafrafell SU 85.  Borgarhöfði átti 703 tonna kvóta sem allur var vistaður á Gyðu Jónsdóttir EA.  

tæpir 1,9 milljarðar
Þessi sala veikir  mjög útgerð í Grímsey enn þar voru fyrir 3 útgerðir,  eru eftir söluna einungis tvær.   Borgarhöfði í Grímsey sem átti Gyðu Jónsdóttir EA átti nokkra aðra báta líka og þar sem ekk náðist samkomu lag við Íslandsbanka útaf skuldum þá hafi verið óhjákvæmilegt að selja fyrirtækið.   Salan fór fram í September árið 2016.  

Kaupverð er ekki gefið upp, enn miðað við verð á kvótasölu í júní árið 2016 sem er hægt að nota til viðmunar þá má áætla að  salan hafi verið í kringum 1,9 milljarð króna.

Eftir þessi kaup Loðnuvinnslunar á Borgarhöfða þá mun kvóti Sandfells fara í tæp 1900 tonn.


Hafrafell SU Mynd Þorgeir Baldursson

Hafrafell SU er komið á veiðar enn mun verða selt kvótalaust.  hefur báturinn núna landað  samtals um 6,2 tonnum í tveim róðrum

Ekki eini SU 85 báturinn
Það má geta þess að allavega tveir bátar hafa áður verið með þessa einkennistafi.  SU 85.  langt aftur í tímann þá var á Fáskrúðsfirði bátur sem hét Stefán Árnason SU 85 og var hann gerður út frá Fáskrúðsfirði frá árinu 1955 til ársins 1969.   SVo var annar sem hét Egill SU 85 sem var í kringum 1990.

Stefán Árnason SU 85 Mynd Snorri Snorrason