73 þúsund tonn af rækju,,1996
Það er frekar rólegt á rækjuveiðum núna árið 2017. aflinn kanski nær rétt í um 6000 tonn,
fáir bátar á veiðum og listinn því á aflafrettir voðalega lítill.
þar sem ég á ansi gott safn af aflatölum þá á ég allar aflatölur yfir árið 1996,
og það ár þá var landað alls um 73 þúsund tonn af rækju og má segja útum allt land,
Þessi afli var landaði í 5926 löndunum eða 12,4 tonn í löndun.
hérna má sjá lista yfir þær hafnir sem landað var rækju þetta ár 1996.
Vestmannaeyjar |
Grindavík |
Sandgerði |
Hafnarfjörður |
Reykjavík |
Rif |
Ólafsvík |
Grundarfjörður |
Stykkishólmur |
Brjánslækur |
Bíldudalur |
Húsavík |
Eskifjörður |
Djúpivogur |
Kópasker |
Grenivík |
Akureyri |
Hrísey |
Dalvík |
Ólafsfjörður |
Siglufjörður |
Hofsós |
Sauðárkrókur |
Skagaströnd |
Blönduós |
Hvammstangi |
Drangsnes |
Hólmavík |
Súðavík |
Ísafjörður |
Bolungarvík |
Ég var með þá hugmynd um að búa til lista yfir veiðarnar á rækju árið 1996, enn vegna þess hversu mikill fjöldi af bátum var á þessum veiðum 1996 þá þarft hann að vera flokkaður niður í ansi marga flokka
t.d Innanfjarðarrækjubáta. ( í þeim hópi eru bátar á Eldeyjarsvæðinu. Arnarfirði. Ísafjarðardjúpinu. Húnaflóa , og Skjálfanda).
P.s þetta var síðasta árið sem veiði var leyfð á Eldeyjarsvæðinu og var mokveiði hjá bátunum
Frystiskipin,
Ísfisksbátar á rækju
ísfiskstogarar á rækju
mér langar að búa til lista yfir þetta.
enn vil samt spyrja ykkur lesendur góðir.
er þetta eitthvað sem þíð hefðuð áhuga á. lítið gaman hjá mér að búa til lista og enginn hefur áhuga á honum,
ég hef ekki ákveðið hvort þessir listar verði árslistar eins og núna er í gangi 2017 með rækjuna, eða mánuð fyrir mánuð.
þið megið alveg koma með ykkar skoðun á þessu,
takk
Gísli r
Guðfinnur KE mynd Emil Páll