7600 tonn frá 8 togurum,2018
Maí mánuður er búinn að vera mokmánuður gagnvart togurunum og aldrei áður í sögu listans sem hefur verið í gangi í um 13 ár hafa eins margir togarar náð yfir 900 tonnin og núna í maí,
þeir voru alls 8 togararnir og hafa landað um 7600 tonnum.
Þetta eru jú svo til allt nýju togarnir enn mesta athygli vekur að inn í þessum hópi togara sem yfir 900 tonnin náðu er Hjalteyrin EA sem er rúmlega 40 ára gamall .
þau skip sem náðu þessu voru
Akurey AK með 997 tonní 5 túrum eða 199,4 tonn í löndun,
Drangey SK 959 tonn í 5 eða 192 tonn í löndun,
Engey RE 949 tonn í 5 eða 190 tonn í löndun,
Björgvin EA 945 tonní 7 eða 135 tonn í löndun, og má geta þess að besti túrinn hjá Björgvin EA var 143 tonn eftir aðeins 3 daga á veiðum og gerir það 48 tonn á dag.
Björg EA 940 tonn í 5 eða 188 tonn í löndun,
Björgúlfur EA 935 tonní 5 eða 187 tonn í löndun,
Hjalteyrin EA 935 tonn í 7 eða 134 tonn í löndun, Besti túrinn hjá Hjalteyrinni EA var 140 tonn eftir aðeins 3 daga á veiðum eða 47 tonn á dag.
Kaldbakur EA var svo með 914 tonn í 5 eða 183 tonní 5 og mest 241 tonn. Kaldbakur EA var að veiðum í Barnetshafinu og landaði meðal annars í Noregi,
Athyglisvert er að sjá að einungis þrjú fyrirtæki eiga þessa togara,
Fiskiðjan á Sauðárkróki gerir út Drangey SK,
Samherji er með Björgvin EA, Björg EA, Björgúlf EA, Hjalteyrina EA og Kaldbak EA og var því aflinn hjá Samherja togurunum 4669 tonn,
HB Grandi er með Akurey AK og Engey RE og var aflinn hjá þeim 1946 tonn.
Hjalteyrin EA mynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson