800 tonna mánuður hjá Dagrúnu ÍS ,1981

Eftir allt norska dæmið sem ég setti á síðuna í gær, þá ætla ég aðeins að fara í smá ferðalag með ykkur,


Ég hef alltaf gaman af því að skoða hvernig ísfiskstogarnir voru að fiska hérna á árum áður.  þá voru togarnir með kassa í lestunum og settu einnig að hluta í stíur.  aflatölurnar um togaranna eru oft á tíðum alveg fáranlega háar.

Einn af þeim togurum sem fiskuðu vel á árunum 1980 til 1990 var togarinn Dagrún ÍS sem var gerður út frá Bolungarvík.
Reyndar fiskaði Dagrún ÍS svo vel árið 1980 að togarinn varð aflahæstur allra ísfiskstogara landsins það ár.

Ég ætla að fara með ykkur aftur til ársins 1981 og skoða apríl mánuð .

enn þar var mokveiði hjá Dagrúnu ÍS og aflatölurnar fjandi stórar,

Fullfermi í hverri ferð.
Þetta byrjaði þann 1 apríl þegar að Dagrún ÍS kom með ansi stóra löndun, því landað var úr togaranum 211,6 tonnum sem fengust eftir 7 daga á veíðum,

Dagrún ÍS kom svo aftur þann 9 apríl með 197,7 tonn

einhver pása var svo tekin á veiðum því löndun var ekki fyrr enn 21 apríl og þá var hún ansi stór, eða 214,9 tonn.

síðasti túrinn var svo fullfermi og vel það.  því Dagrún ÍS kom með 245,1 tonn að landi þann 28 apríl og má gera ráð fyrir það hafi verið eftir 6 til 7 daga á veiðum eða í kringum 40 tonnin á dag.

Þarna var uppistaðan í aflanum grálúða.

Samtals gerði því þessi apríl mánuðu árið 1981 869,3 tonn í aðeins 4 löndunum eða 217 tonn í löndun,.
og verður að segjast að þetta er fjandi mikill afli,


Dagrún ÍS Mynd Vigfús Markússon