8800 tonn af loðnu frá Norskum skipum.


Það má segja að Loðnuvertíðin árið 2023 sé hafin, en þó ekki þannig að íslensku skipin séu kominn á veiðar.

heldur hafa grænlensk og Norsk skip verið að veiðum.

Reyndar er það þannig að Norsku skipin mega einungis vera með nót við loðnuveiðar í Íslensku lögsögunni

á meðan að Íslensku skipin mega vera með flottroll og nót.

engu að síður þá hafa Norsku skipin samtals veitt núna um tæp 8800 tonn.

Fyrsta skipin sem kom hingað til Íslands var Birkeland H-87-AV, 

Tvær verksmiðjur á Austurlandi hafa fenigð loðnu frá Norsku skipunum 

Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur fengið samtals 1800 tonn

og Eskja á Eskifirði hefur fengið 3060 tonn

svo til restin af íslensku loðnunni sem hefur verið veidd hefur verið landað í Noregi og mest hjá  Nils Sperre AS í Ellingsöy í Noregi

eða um 1500 tonn af loðnu.

Hérna að neðan má sjá aflan hjá Norsku skipunum sem hafa veitt loðnu hérna við Ísland, og miðast þetta við frá 1.janúar til 5.Febrúar 2023


Sæti Nafn Afli
1 Birkeland H-87-AV 1595
2 Gerda Marie H-365-AV 960
3 Selvag N-24-ME 835
4 Eros M-29-HÖ 825
5 Slaateröy VL-264-AV 720
6 Manon H-26-AV 670
7 Vendla H-4-AV 640
8 Steinevik H-58-AV 300
9 Svanaug Elise TR-19-F 295
10 Sæbjörn M-27-ME 285
11 H Östervold H-148-AV 280
12 Heröyhav M-250-HÖ 280
13 Norderveg VL-182-AV 275
14 Österbris H-99-AV 190
15 Brennholm H-1-BN 150
16 Kings Bay M-22-HÖ 135
17 Kvannöy N-400-B 110


Birkeland Mynd Magnar Lyngstad