98 tonn í 5 róðrum,,2017

Lesendur aflafretta eru duglegir í að láta vita um ýmislegt sem tengist veiðum og senda inn myndir,


enn þessi dugnaður þeirra einskorðast ekki bara við íslenska lesendur , nei því að Norskir lesendur og sjómenn hafa líka haft samband og látið vita um ýmislegt,

einn af þeim sem hafði samband er Sindre Olav Hansen sem benti síðunni á fjóra nýja báta sem allir eru undir 15 metra langir og komast því á listann sem er á síðunni,
reyndar eru allir þessir bátar dragnótabátar.

þessir bátar eru 

Kamöyfjord F-175-NK

Thor-ARild F-400-NK

Stormfuglen F-260-H

og Polarstjerna F-20-H.


Polarstjerna var að mokveiða inná fyrsta listann sinn því að báturinn var með 98 tonn í aðeins fimm róðrum eða tæp 20 tonn í róðri,.

uppistaðan í þessum afla var ufsi frekar smár  eða frá 1,6 til 3,1 kíló.

Polarstjerna er nýlegur bátur.  var smíðaður árið 2015 og er smíðaður úr áli,


Polarstjerna Mynd Frode Adolfsen