"Það er alltaf best að vera í Sandgerði",,2017
Það er Sunnudagskvöld. 17.des. frekar leiðinlegt veður, nokkur vindur og kominn smá slyddudrulla, fáir bátar á sjó bæði frá Sandgerði og líka á Snæfellsnesinu. þó voru tveir bátar frá Sandgerði á sjó í dag. Hulda HF og Hafdís SU.
Hafdís SU sem var búinn að vera fyrir austan síðan í maí er aftur komin til Sandgerðis. og það var létt yfir áhöfnni á Hafdísi SU. menn glaðir með að vera komnir " heim" ef þannig má að orði komast, enn nokkrir sandgerðingar eru í áhöfn bátsins.
eins og einn þeirra komst að orði " það er alltaf best að vera í Sandgerði". Já orð að sönnu. Veiðin hjá þeim báðum var ágæt
Hafdís SU var með um 6,5 tonn á um 20500 króka eða 45 bala miðað við 450 króka bala. það gerir um 144 kíló á bala,
Þar sem að Eskja ehf sem á Hafdísi SU var búinn að selja fiskvinnslu sína þá fer allur aflinn af Hafdísi SU á fiskmarkað.
Á Huldu HF þá voru menn líka ánægðir. Hulda HF er búinn að vera í Sandgerði allan desember og hefur fiskað nokkuð vel. komin með rúmlega 60 tonn. Skipstjórinn á Huldu HF sagði að það hefði verið nokkuð þungur sjór þarna úti, enn hrósaði bátnum mikið. tæki ölduna vel og væir ansi góður sjóbátur.
Þeir voru með um 6 tonn á 19 þúsund króka. það er um 42 balar miðað við 450 króka bala. það gerir um 143 kíló á bala.
Aflinn af Huldu HF fór í vinnsluhúsnæði sem að áður hýsti K og G fiskverkun. í dag er það fiskverkunarhús í eigu Sigurðar faðir Gylfa Sigurðssonar
Þið verðið að afsaka að sumar myndanna eru ekki í fókus enn ég var í smá stillingarvandræðum með myndavélina.
Myndir Gísli Reynisson