Aðeins tveir frystitogarar á makríl,2018

Núna er makrílvertíðin svo til á fullu, samt sem áður er þetta nokkuð furðuleg makrílvertið,


fyrir það fyrsta þá hafa stóru uppsjávarskipin þurft að hafa mjög mikið fyrir veiðunum og hafa jafnvel farið í burtu út landhelginni og alla leið í smuguna sem er á milli landhelgi Færeyja, Noregs og Íslands um 360 mílur í burtu

það er líka nokkuð furðulegt við þessa vertíð það er að mjög fáir frystitogarar eru á þessum veiðum,

undanfarin sumur þá hafa t.d báðir togarar Þorbjarnar í Grindavík, ( Gnúpur GK og Hrafn SVeinbjarnarsson GK ) stundað veiðarnar.  sömuleiðis af og til nokkrir togarar HB granda, eins og Þerney RE sem búið er að selja  og Örfirsey RE svo dæmi séu tekinn.  

Brimnes RE hefur verið mjög atkvæðamikill á makrílveiðunum en búiið er að selja skipið, og Júlíus Geirmundsson ÍS hefur líka aðeins reynt fyrir sér á makríl,

en núna þessa vertíð 2018 þá er þetta allt öðruvísi.

Einungis tveir togarar hafa farið á makrílveiðar og eru það Gnúpur GK og Hrafn SVeinbjarnarsson GK.  
Báðir þessir togarar eru í eigu Þorbjarnar og er þeir reyndar hættir veiðum núna, þó svo að Hrafn Sveinbjarnarsson GK ætli sér að reyna aftur við makrílinn seinna í ágúst eða í septemberbyrjun,

Gnúpur GK hefur landað 863 tonnum af makríl og Hrafn Sveinbjarnarson GK um 1100 tonnum af makríl


Hrafn Sveinbjarnarsson GK Mynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson

,