Aflabáturinn Geir ÞH 150

Ef litið er yfir bátasöguna við Norðausturlandið þá hafa í gegnum tíðina 


ansi margir bátar verið gerðir út þaðan, en í dag þá eru fáir stórir bátar eftir og í raun aðeins einn bátur,

Geir ÞH 150.  Núverandi Geir ÞH 150 er smíðaður í Hafnarfirði árið 2000, þar á undan voru nokkrir bátar sem hétu þessu sama nafni

og allir bátarnir hafa átt það sameiginlegt að hafa fiskað ansi mikið yfir árin.

Núverandi Geir ÞH 150 er númer 5 í röðinni.  

 Bátarnir
Sá fyrsti var 8 tonna bátur sem Jóhann Jónasson keypti árið 1967 og átti þann bát til ársins 1973. 

Þá stækkar hann við sig og kaupir 36 tonna bát sem líka fékk nafnið Geir ÞH og átti þann bát til ársins 1983.

Bátur númer 3 var áður Eskey SF, og var um 70 tonna eikarbátur og átti Jóhann þann bát til ársins 1994 þegar hann var seldur,

Bátur númer 4, var um 80 tonna stálbátur sem síðan var Hringur SH og var sá bátur alveg þangað til að núverandi Geir ÞH kom,

Það sést ansi vel á aflatölunum að Geir ÞH fiskaði alltaf mjög vel 

Geir ÞH hefur að mestu haldið sig við sína heimahöfn, þó svo að á undanförnum árum þá hefur báturinn komið til Breiðarfjarðar 

á vertíð.  

árið 1993
Árið 1993 var ansi gott ár hjá bátnum, enn þá réri báturinn alls 170 róðra sem er nú þokkalega mikið og aflinn hjá bátnum fór yfir 

800 tonnin.    Báturinn stundaði þá net um veturinn og haustið og dragnót yfir sumarið og landaði öllum afla sínum á Þórshöfn,

3 mánuðir skera sig úr þetta árið 1993

Það eru Mars,  Maí og Nóvember.

3 mánuðir

Í öllum þessum mánuðum þá fór nefnilega aflinn hjá Geir ÞH sem þá var báturinn sem hafði skipaskrárnúmerið 462 yfir 120 tonn 

t.d í Mars þá fór aflinn í 125,3 tonní 23 róðrum og mest 13,3 tonn í róðri,

í maí þá fór aflinn í 128,4 tonn  í 22 rórðum og mest 11,9 tonn í einni löndun,  Besta vikan var þá fyrsta vikan frá 2. til 8 maí 

en þá landaði báturinn 51 tonni í 7 róðrum ,

og í Nóvember þá mjög góð veiði því þá landaði báturinn 129,5 tonnum í aðeins 17 róðrum eða 7,7 tonn í róðri,

Geir ÞH komst þá í 6 skipti yfir 10 tonn í einni löndun og mest 16,1 tonn.  

Besta veiðin var þá um miðjan nóvember því þá landaði báturinn 57,4 tonnum í aðeins 5 rórðum .


Geir ÞH mynd Hreiðar Örlygsson