Afladagbókarkerfi Hafsýnar
Ég er undanfarin 25 ár verið mikið inná landsbókasafni að fara yfir gamlar aflaskýrslur og ég hef myndað hátt í 500 þúsund aflaskýrslur frá hinum ýmsum árum.
Safn af aflatölum sem er þarna geymt er gríðarlegt og líka er að finna svokallaðar afladagbækur frá að mestu togurnum og hef ég séð afladagbækur aftur til síðutogaranna 1950.
síðan líður tíminn og þessar afladagbækur fóru að koma í tölvu og fór að verða rafrænt
Reglur um rafrænar afladagbækur eru þannig að frá og með 31.ágúst árið 2020 skulu öll skip er stunda veiðar í atvinnuskyni skila upplýsingum á rafrænu formi til Fiskistofu.
Fiskistofa sjálf var með sérstakt App sem þeir notuðu enn núna 1.apríl árið 2022 þá mun það hætta og þurfa sjómenn að skoða aðrar leiðir til þess að vera með þessar afladagbækur
Eitt af þeim fyrirtækjum sem tengjast sjávarútveg er Íslenska fyrirtækið Trackwell sem framleiðir og selur margvísilegar hugbúnaðarlausnir, og þar á meðal vörur þjónustu yfir heitinu Hafsýn
Trackwell hefur í mörg ár selt afladagbókar kerfi sín innanlands fyrir stærri skip og eru t.d flestar stærri útgerðir landsins með kerfi frá Trackwell.
Fyrirtækið Hafsýn þróaði fyrstu afladagbókina árið 2005 og rann síðan inn í Trackwell
Einn af þeim bátum sem er kominn með þennan búnað er báturinn Fagravík GK sem rær á færum frá Sandgerði og hefur búnaður virkað vel og auðveldur í noktun.
Til þess að nota appið þarf að skrá sig inn á www.afladagbók.is
og nánari upplýsingar er hægt að sjá hérna www.hafsyn.is/afladagbok-app.
ÞEss má geta að nú geta allir smábátasjómenn notað þetta kerfi frítt til 15 mai næstkomandi og til að fá nánari upplýsingar
getið þá sent póst á Þorstein Ágústsson vörustjóra á netfangið steini@trackwell.com
Fagravík GK mynd Gísli Reynisson