Aflafrettir 10 ára. Afmælispistill,,2017

Að ná 10 ára aldrinum er alltaf merkilegt fyrir litla krakka.  komast úr eins stafs tölu og upp í tveggja stafa tölu.


Þó svo að Aflafrettir séu ekki krakki þá engu að síður náði Aflafrettir.is þeim merkilega áfanga núna 20 nóvember 2017 að verða 10 ára.

Já  litla afkvæmið mitt Aflafrettir.is er orðin 10 ára.

Sagan.
Í nóvember mánuði 2007 þá var ég Gísli Reynisson eitthvað að vinna í því að gera lista fyrir Fiskifrettir og þá voru nokkrir ljósmyndarar komnir með síður á 123.is, þar á meðal Þorgeir Baldurson á Akureyri og Hafþór Hreiðarsson á Húsavík.  svo mér datt í hug að opna líka síðu.  enn ekki ljósmyndasíðu.  
'Minn hugur var uppfullur af aflatölum og því lá nokkuð ljóst fyrir að síðan myndi heita Afla eitthvað.  og eftir nokkra pælingu þá var niðurstaðan 
Aflafrettir.

í fyrstu þá voru bara litlar færslur á síðunni um einstaka stóra róðra hjá bátum, og línubáturinn Berti G ÍS átti fyrstu færsluna á Aflafrettir.is í nóvember 2007 þegar ég skrifaði um bátinn.

Þar sem ég var alltaf að búa til aflalista fyrir Fiskifrettir þá datt mér í hug að kanski birta einn og einn lista á Aflafrettir, og fyrsti listinn sem kom á síðuna var ekki smábátalistinn eða netalistinn.  nei það var listi yfir frystitogaranna árið 2007.

síðan þróaðist þetta í að allir flokkar báta voru komnir með lista á aflafrettir.

Allir listar á síðunni voru handreiknaðir og gat það tekið upp í 30 klukkutíma að reikna alla báta á íslandi.  enn í kringum 2010 þá komst ég í kynni við tæknimann sem hefur unnið fyrir mig og hann þróaði í samstarfi við Fiskistofuna forrit sem reiknar alla báta á íslandi á innan við 2 mínuntum og skilar því til mín í Excel formi.  flokkuðum eftir veiðarfærum og stærð báta.
Þessi sami tæknimaður hannaði og þróaði þessa síðu sem þið sjáið núna lesendur góðir. 

hægt og rólega þá bættist síðan við norsku bátarnir.   Gamlar aflatölur hafa skipað mikinn sess í gegnum sögu Aflafretta enn Gísli Reynisson á eitt stærsta aflatölu safn á Íslandi.  á aflatölur aftur til ársins 1894 og alla togaranna frá því að Coot kom fyrstur togaranna á íslandi.

Fyrirtækið.
Í janúar á þessu árið þá ákvað ég að stofna fyrirtæki um rekstur á aflafrettir og heitir það Aflafrettir Rokka ehf.  flott nafn enda er rokk mikið notað hjá mér þegar ég er að vinna í síðunni.  


Vinsældir.
síðan markaði strax ákveðna stefnu með þessum listum sínum og að einhverju leyti þá hefur aflafrettir stjórnað fiskiveiðum báta og togara.,  slagur um að verða aflahæstur á hverjum mánuði hefur sýnt sig þannig að gríðarlega margir sjómenn á öllu landinu af öllum skipum og bátum flotans hafa samband við Aflafrettir og benda á að þennan róður og þennan róður vanti.

Gott dæmi um vinsældir síðunnar er þegar að ég t.d hringi í einhvern skipstjóra á báti sem er kanski ekki þekktur enn um leið og ég kynni mig og segi hver ég er, þá er alltaf viðhorfið jákvætt. enda er síðan með gríðarlega jákvætt orðspor á sér.
og t.d hefur í þessi 10 ár aldrei verið fjallð um pólitíkina í sjávarútveginum.
margt efni af aflafrettir hefur ratað í aðra fjölmiðla.  t.d mbl.is.  bb.is.  vf.is.  visir.is.  hádegisfrettir bylgjunnar og rúv.is og fleira

Vinsældir síðunnar eru gríðarlegar og ná vinsældir aflafretta ekki einungis til Íslands.  heldur líka til Noregs enn síðan er gríðarlega vinsæl þar enda norðmenn að taka við sér í því að benda á báta sem vantar á t.d listann bátar 15 metrum.  

það má geta þess að Gísli Reynisson hefur í þessi 10 ár skrifað ALLT efni sem á síðuna birtist.  



Ég væri ekki búinn að vera með Aflafrettir í 10 ár ef ekki væri fyrir þennan gríðarlega áhuga ykkar lesendur góðir.   og ég segi oft að aflafrettir eigi bestu lesendurna. því t.d ef mér vantar mynd af báti sem er að gera góða  hluti, þá berst hún mér.  og það gildi líka fyrir noreg.


Framtíðin
Síðan mun halda sínu striki áfram enn þó munu koma smá breytingar.  

t.d frystitogara listinn árið 2018 verður breytt þannig að einungis bolfiskur verður í aflanum.  makríll og síld verður tekinn af og skipin sett í uppsjávarlistann.

og í -fyrsta skipti í sögu aflafretta þá munum við fylgjast með veiðum uppsjávarskipa hjá Frændum okkar í Færeyjum.  Já Aflafrettir eru kominn með aðgang af aflatölum í Færeyjum.

Smá tæknilegar breytingar munu verða á síðunni á næstum vikum 

enn stærsta verkefni aflafrettir er það stórt að það er ekki hægt að fjalla um það hérna, enn get þó sagt að það verkefni þegar það klárast þá verður Aflafrettir.is eini fjölmiðilinn á íslandi sem mun hafa þennan aðgang sem er verið að vinna í.   meira um það síðar.

ekki að gefast upp.
Þetta er búið að vera mikil þrautaganga að vera með þessa síðu.  enn ég er ekki þannig að ég gefst upp og ég hef mikla unun af þessari síðu og elska að skrifa á hana, sérstaklega gamlar aflatölur.  
 
Svo náttúrulega fékk enska síðan á Aflafrettir.  Aflafrettir.com stærstu viðurkenningu sem hægt var að óska sér enn það var þegar að Google fyrirtækið samþykkti hana og tæknileg vinna er í gangi að stilla þær saman þannig að enska síðan fari nú að skila smá tekjum,. enn öll þessi 10 ár sem síðan er búinn að vera í gangi þá er svo til búið að vera að vinna hana í sjálfboða vinnu,

enn talandi um tekjur þá er eitt fyrirtæki sem hefur verið lengst allra á síðunni

og er það húsgagnaversluninn Heimahúsið sem er í Ármúla.  þeir hafa verið á síðunni núna í 9 ár.   Færi ég þeim bestu þakkir fyrir að hafa verið svona lengi á AFlafrettir og ég vona lesendur góðir að þið hafið kíkt þar við hjá þeim 

í dag þá eru góðir aðilar á síðunni.  t.d Ísfell ehf.  Brim ehf.  Hb Grandi., og Esköy í Noregi.  

Enn það skal alveg viðurkennast að ég er ekki beint mikill markaðsmaður í að selja auglýsingar á aflafrettir.is.  hef oft velt fyrir mér að fá einhvern með  mér í það verkefni.  


Að lokum kæru lesendur.

Það er búið að vera mikil gleði að vinna með ykkur í þessi 10 ár og að finna þennan gríðarlega áhuga ykkar á síðunni veitir mér mikla ánægju að finna fyrir jákvæðum áhuga ykkar.

Innilegar þakkir og takk fyrir 10 árin.
Gísli Reynisson

Berti G ÍS fyrsta frétt aflafretta var um þennan bát.  Mynd Ingólfur Þorleifsson.


Heimahúsið það fyrirtæki sem lengst hefur verið á Aflafrettir.  
vona að þið kíkið við þar lesendur góðir