Aflafrettir og Loðnuvinnslan ,2018
Aflafrettir, Ekki datt mér í hug þegar ég stofnaði þessa síðu árið 2007 að síðan ætti eftir að verða svona stór þáttur í sjómennsku og veiðum um allt land eins og síðan er orðin í dag.
Vinsældir síðunnar eru ansi miklar og eins og ég hef sagt og skrifað marg oft við ykkur kæru lesendur þá eruð þið stór hluti þess afhverju síðan gengur svona vel,
á hverjum einasta degi er einhver að hafa samband við síðuna á marga vegu. með því að hringja í mig. eða þá senda skilaboð á facebook eða þá á netfanginu gisli@aflafrettir.is
Sumir halda að margir séu á bakvið Aflafrettir
Margir halda að það sé eitthvað stórt fyrirtæki eða þá nokkur mannskapur á bakvið þessa síðu , en nei það er ekki þannig. ég. Gísli Reynisson er algjörlega einn á bakvið hana. og skrifa allt efni og reikna allt efni sem á síðuna birtist.
ásamt því að vinna sem rútubílstjóri,
Útum allt
það er mikil vinna að halda þessari síðu úti og yfir sumarmánuðina getur það verið doldið slungið því þá er ég svo mikið að keyra rútur að ég hef þurft að skrifa pistla á síðuna frá má segja öllur landinu. t.d Patró. ÍSafirði. Sauðárkórki, Akureyri, Kópaskeri, Egilstaðir, Borgarfjörður Eystri og meira segja úr Norrænu, frá Portúgal, Póllandi, Þýskalandi, Danmörku og fleiri stöðum,
alveg saman hvar ég er staddur , ég er alltaf með tölvuna með mér og sinni síðunni eins og ég get,
hugsað mér aðstoð
Einn angi af þessari síðu er að fá tekjur inná hana, og gengur það svona upp og ofan og má segja að það sé mér að nokkur að kenna því að ég er fjandi lélegur í því að selja síðuna. og hef oft hugsað mér að fá einhver með mér í því að vera svona hálfgerður markaðskall fyrir aflafrettir.
kanski er einhvern þarna úti sem gæti aðstoðað mig í því, sá hinn sami getur sett sig í samband við mig
Það eru þó góð fyrirtæki núna á síðunni og fremst ber að nefna Heimahúsið sem hefur verið á síðunni síðan 2008.
Núna var að bætast við eitt fyritæki sem verður á síðunni í nokkurn tíma og er það Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði.
Við þekkjum öll það fyrirtæki. en saga þess má segja að nái aftur til ársins 1933 þegar að Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga KFFB var stofnað. Loðnuvinnslan var stofnuð árið 1994 og rak loðnuvinnslu á Fáskrúðsfirði og var sameinað sjávarútvegshluta KFFB árið 2001, og í dag rekur fyritæki öfluga vinnslu á Fáskrúðsfirði. og gerir út togarann Ljósafell SU, Uppsjávarskipið Hoffell SU og línubátinn fræga Sandfell SU,
Það er alltaf gleðiefni fyrir mig einyrkjan í þessu að fá nýjan bakhjarl við síðuna og er ég þakklátur þeim á Fáskrúðsfirði fyrir það.
og þið lesendur góðir. ég veit að ég hef sagt þetta áður og kanski finnst ykkur þetta helvítis drama í mér, enn þið fáið alltaf þakkir frá mér fyrir áhuga ykkar á síðunni.
og ef þið viljið leggja í púkkið þá er neðst á Aflafrettir upplýsingar um bankabók og fleira.
Hoffell SU mynd Vigfús Markússon
og já ég ek um allt land með skiltið mitt fína og þar stendur nafnið á síðunni líka