Aflahæsti báturinn að 15 BT árið 2018 er.....
Jæja þá er það næsti listi
og er það bátarnir að 15 BT árið 2018,
Það ár var nokkuð gott fyrir bátanna því að 9 bátar komust yfir 1000 tonnin,
og reyndar þá var hrikalega lítill munur á milli fjóra efstu bátanna því að þeir fór allir yfir 1100 tonn,
Ykkar skoðun,
Þið voruð spurð hvað þið telduð að yrði aflahæstur. 49 % sögðu að Tryggvi Eðvarðs SH myndi verða hæstur. þar á eftir kom Einar Hálfdáns ÍS með 10,1 % og síðan Dóri GK með 8,7%,
Já miklir yfirburðir hjá Tryggva Eðvarðs SH þarna,
en báturinn var reyndar frá veiðum í um 2 mánuði vegna þess að það var verið að byggja yfir bátinn í Sandgerði. á meðan þá réri áhöfnin á Þorsteini SH og landaði um 200 tonnum á þeim báti,
Annað sætið,
Ykkar svör með annað sætið voru á þann veg að 24 % töldu að Einar Hálfdáns ÍS myndi verða í öðru sætinu, 18,6 % töldu að Tryggvi Eðvarðs SH myndi verða númer 2 og þar á eftir Litlanes ÞH með 16%
Þið sem giskuðu á Tryggva Eðvarðs SH höfðuð rétt fyri ykkur
Tryggvi Eðvarðs SH hefði orðið aflahæstur hefði hann ekki farið í þessar breytingar enn samt flottur árangur hjá þeim á bátnum því að meðalaflinn hjá bátnum var hæstur allra bátanna eða 8,8 tonn,
AFlahæsti báturinn að 15 Bt árið 2018 var
Já það var Einar Hálfdáns ÍS
sem var með 1182,9 tonn í 210 róðrum eða 5,6 tonn í róðri að meðaltali,
Sæti | Sknr | Nafn | Afli | Landanir | Meðalafli |
35 | Glettingur NS 100 | 258,3 | 76 | 3,4 | |
34 | Fönix BA 123 | 320,5 | 47 | 6,8 | |
33 | Særún EA 251 | 329,8 | 86 | 3,8 | |
32 | Bergur Vigfús GK 43 | 358,9 | 81 | 4,4 | |
31 | Gestur Kristinsson ÍS 333 | 359,9 | 94 | 3,8 | |
30 | Bliki ÍS 203 | 391,4 | 96 | 4,1 | |
29 | Halldór NS 302 | 395,5 | 122 | 3,2 | |
28 | Hlökk ST 66 | 419,4 | 97 | 4,3 | |
27 | Lágey ÞH 265 | 443,6 | 94 | 4,7 | |
26 | Arney BA 158 | 444,5 | 98 | 4,5 | |
25 | Sólrún EA 151 | 444,6 | 101 | 4,4 | |
24 | Karólína ÞH 100 | 465,1 | 105 | 4,4 | |
23 | Kvika SH 23 | 478,4 | 86 | 5,5 | |
22 | Guðbjartur SH 45 | 491,2 | 91 | 5,4 | |
21 | Sverrir SH 126 | 545,2 | 130 | 4,2 | |
20 | Álfur SH 414 | 557,6 | 116 | 4,8 | |
19 | Áki í Brekku SU 760 | 615,3 | 136 | 4,5 | |
18 | Skúli ST 75 | 666,8 | 119 | 5,6 | |
17 | Dúddi Gísla GK 48 | 667,7 | 122 | 5,5 | |
16 | Brynja SH 236 | 672,7 | 135 | 4,9 | |
15 | Hrefna ÍS 267 | 712,1 | 130 | 5,5 | |
14 | Steinunn HF 108 | 830,1 | 97 | 8,5 | |
13 | Jón Ásbjörnsson RE 777 | 891,1 | 133 | 6,7 | |
12 | Guðmundur Einarsson ÍS 155 | 896,3 | 201 | 4,5 | |
11 | Dögg SU 118 | 922,1 | 114 | 8,1 | |
10 | Háey II ÞH 275 | 939,7 | 138 | 6,8 | |
9 | Litlanes ÞH 3 | 1067,5 | 172 | 6,2 | |
8 | Von GK 113 | 1069,8 | 178 | 6,1 | |
7 | Sunnutindur SU 95 | 1080,1 | 151 | 7,1 | |
6 | Dóri GK 42 | 1081,5 | 174 | 6,2 | |
5 | Benni SU 65 | 1096,4 | 185 | 5,9 | |
4 | Daðey GK 777 | 1136,9 | 183 | 6,2 | |
3 | Otur II ÍS 173 | 1144,9 | 218 | 5,2 | |
2 | Tryggvi Eðvarðs SH 2 | 1146,1 | 129 | 8,8 |
Einar Hálfdáns ÍS mynd Vikari.is