Aflahæsti báturinn í Noregi að 6,99 metra löngum
undanfarin 10 ár þá hefur verið í gangi á aflafrettir.com, ensku síðunni
margskonar listar um bátanna í Noregi, en í Noregi eru mjög margir bátar
minnsti flokkurinn af listunum þar er listi yfir báta upp að 6,99 metra löngum
og á lista númer eitt sem kom í byrjun febrúars á þessu ári þá var þar bátur í efsta sætinu
sem heitir Pelle T-61-BG.
Mjög lítill bátur
þessi bátur vakti ansi mikla athygli mína, því hann er svo gjörsamalega ólíkur öllum bátum sem við höfum séð
á listum hérna á Aflafrettir.is
þessi bátur er eins og sést á myndum opinn, með enga brú og er aðeins 5 metra langur
smíðaður árið 1988, og er með 40 hestafla vél
Gustav
báturinn er í eigu Gustav Kyrre Nilsen og hann er 22 ára gamall
hann skráði bátinn í opna grúbbu og mátti því veiða 8 tonn af þorski.
Gustaf réri á þessum litla báti sínum frá Senjahopen, og var aðeins 5 minuntur á sjóinn þar sem hann var að veiða
Gustav sagði í samtali við Aflafrettir að hann rær með 10 net og þar sem báturinn hans er mjög lítill
Fullfermi
þá er fullfermi hjá honum um 800 kíló. , stærsti róðurinn var 809 kíló og næsti þar á eftir var 785 kíló.
Gustav á sínum litla báti veiddi í janúar alls 8,4 tonn sem hann fékk í 20 róðrum.


Pelle Myndir frá Gustav