Aflahæsti Grálúðunetabáturinn árið 2018 er......
Þá kemur einn list sem er frekar stuttur,
hann er með þeim bátum sem voru að stunda veiðar á grálúðu,
þeir bátar voru ekki margir. aðeins fjórir og þeir skiptust jafnt á milli bátanna sem voru að ísa aflann. Kap II VE og Anna EA
og þeirra sem voru að frysta aflann,
það voru Þórsnes SH og Kristrún RE
Ykkar skoðun,
Í þessum flokki þá var aðeins ein spurning. og hún var bara Hvaða grálúðubátur verður aflahæstur árið 2018,
54,1% sögðu að Kristún RE myndi verða aflahæstur. 37,5% að Anna EA myndi verða hæstur og 8,3% að Þórsnes SH yrði hæstur,
en já þið höfuð þarna rétt fyrir ykkur,
Kristrún RE var aflahæsti grálúðunetabáturinn árið 2018 með um 2825 tonna afla í aðeins 13 löndunum
Það má geta þess að alls lönduðu bátarnir um 7800 tonnum af grálúðu árið 2018
Sæti | Sknr | Nafn | Afli | Landanir | Meðalafli | |
4 | Kap II VE 7 | 648,3 | 31 | 20,9 | Ísað | |
3 | Þórsnes SH 109 | 1854,8 | 29 | 63,9 | Fryst | |
2 | Anna EA 305 | 2479,5 | 37 | 67,1 | Ísað | |
1 | Kristrún RE 177 | 2824,8 | 13 | 217,2 | Fryst |
Kristún RE myndir teknar um borð í Önnu EA