Aflahæsti línubátur árið 2018 er......
Þá er það línubátarnir og ég veit að margir bíða spenntir eftir þessum lista,
árið var nokkuð gott hjá bátunum og 7 bátar fóru yfir 3000 tonna afla og af þeim þá var einn með áberandi mestan afla,
áður enn við höldum áfram þá er best að kíkja á ykkur lesendur góðir,
Ykkar álit á toppsætinu,
Já þið voruð ekkert að skafa af því. því að 69% sögðu að Jóhanna Gísladóttir GK yrði aflahæstur, þar á eftir kom Fjölnir GK emð 11% og Tjaldur SH m eð 8,4 %.
já þið höfðuð greinilega mikla trú á Jóhönnu Gísladóttir GK
Enn hvað með annað sætið,
Þar var Páll Jónsson GK efstur hjá ykkur með 33%, og næstur þar var Fjölnir GK með 23 % og síðan Sturla GK með 14 %
En já þið höfðuð rétt fyrir ykkur með Pál Jónsson GK því að hann endaði í öðru sætinu og þar á eftir kom síðan Sturla GK,
STurla GK átti feikilega gott ár
og var lengi vel í slag með Jóhönnu Gísladóttir GK um hver yrði aflahæstur árið 2018,
Aflahæsti línubáturinn árið 2018...
Já 69% sögðu að Jóhanna Gísladóttir GK yrði aflahæstur og já
það var rétt
því að báturinn var með nokkuð mikla yfirburði því að aflinn hjá bátnum var 4368 tonní 44 róðrum eða um 99 tonn í róðri,
Jóhanna Gísladóttir GK var eini línubáturinn sem yfir 4 þúsund tonnin fór árið 2018
Sæti | Sknr | Nafn | Afli | Landanir | Meðalafli | |
17 | Tómas Þorvaldsson GK 10 | 382,1 | 6 | 63,6 | ||
16 | Grundfirðingur SH 24 | 1019,5 | 19 | 53,6 | ||
15 | Þórsnes SH 109 | 1032,2 | 15 | 68,8 | ||
14 | Sighvatur GK 57 | 1090,3 | 12 | 90,8 | Nýi | |
13 | Núpur BA 69 | 2181,1 | 47 | 46,4 | ||
12 | Sighvatur GK 357 | 2254,2 | 32 | 70,4 | Gamli | |
11 | Rifsnes SH 44 | 2782,8 | 47 | 59,2 | ||
10 | Hörður Björnsson ÞH 260 | 2784,5 | 49 | 56,8 | ||
9 | Örvar SH 777 | 2842,2 | 45 | 63,2 | ||
8 | Valdimar GK 195 | 2968,4 | 50 | 59,4 | ||
7 | Hrafn GK 111 | 3103,6 | 49 | 63,3 | ||
6 | Kristín GK 457 | 3511,2 | 44 | 79,8 | ||
5 | Fjölnir GK 157 | 3637,8 | 41 | 88,7 | ||
4 | Tjaldur SH 270 | 3670,1 | 56 | 65,5 | ||
3 | Sturla GK 12 | 3758,4 | 58 | 64,8 | ||
2 | Páll Jónsson GK 7 | 3814,1 | 44 | 86,8 |

Jóhanna Gísladóttir GK mynd Vigfús Markússon