Aflahæstu 29 metra togarnir árið 2023
Jæja hérna á aflafrettir.is þá hef ég verið að birta lokalista fyrir svo til flest alla flokka af bátum
og veiðarfærum. fyrir árið 2023
eftir eru þó tveir listar sem ég á eftir að gera
enn það eru ísfiskstogar
og 29 metra togarnir,
hérna kemur listinn yfir aflahæstu 29 metra togaranna fyrir árið 2023
og stutt er í listann yfir stærri togaranna.
Reyndar er inn í þessum lista Sigurður Ólafsson SF enn hann er eini það sem kalla mætti trollbát, enn hann er eini sem er á þessum lista sem
tekur trollið inn á síðuna,
rétt er að geta þess að Pálína Þórunn GK og Runólfur SH voru frá veiðum stóra hluta af árinu 2023
útaf bilun á gír í báðum togurunum .
en árið var ansi gott hjá þessum flokki togara
því að 6 togarar í þessum lengdarflokki náðu yfir 4000 tonna afla
og þrír af þeim fóru yfir fimm þúsund tonna afla
en á toppnum og sá sem var aflahæstur
var Steinunn SF var aflahæstur með 5237 tonn í 62 löndunum eða um 84 tonn í löndun.
Sæti | Sknr | Nafn | Höfn | Landanir | Meðalafli |
18 | 173 | Sigurður Ólafsson SF 44 | 404.4 | 15 | 26.9 |
17 | 1595 | Frár VE 78 | 965.9 | 21 | 45.9 |
16 | 2449 | Pálína Þórunn GK 49 | 1162.5 | 18 | 64.6 |
15 | 2744 | Runólfur SH 135 | 1209.1 | 14 | 86.3 |
14 | 2963 | Harðbakur EA 3 | 1527.6 | 20 | 76.4 |
13 | 2749 | Farsæll SH 30 | 2487.0 | 34 | 73.2 |
12 | 2758 | Dala-Rafn VE 508 | 2726.0 | 35 | 77.9 |
11 | 2740 | Sigurborg SH 12 | 2880.3 | 31 | 92.9 |
10 | 2958 | Áskell ÞH 48 | 3378.4 | 40 | 84.5 |
9 | 2685 | Hringur SH 153 | 3466.9 | 56 | 61.9 |
8 | 2962 | Vörður ÞH 44 | 3546.5 | 38 | 93.3 |
7 | 2433 | Frosti ÞH 229 | 3906.7 | 61 | 64.1 |
6 | 2048 | Drangavík VE 80 | 4065.1 | 63 | 64.5 |
5 | 2444 | Sturla GK 12 | 4682.2 | 70 | 66.9 |
4 | 2970 | Þinganes SF 25 | 4772.1 | 65 | 73.4 |
3 | 2954 | Vestmannaey VE 54 | 5107.1 | 58 | 88.1 |
2 | 2964 | Bergur VE 44 | 5200.0 | 61 | 85.2 |
1 | 2966 | Steinunn SF 10 | 5237.6 | 62 | 84.4 |
Steinunn SF mynd Guðmundur Guðmundsson