Aflahæstu 29.metra togararnir árið 2021
þá lítum við á 29 metra togaranna,
það er ekki lengur hægt að kalla þetta trollbáta því í raun er bara einn trollbátur á þessum lista og það er Sigurður Ólafsson SF.
Þessir bátar sem eru á í þessum flokki eru orðnir það öflugir að þeir toga alveg vel á við stærri togaranna og því
má segja að orðið trollbátur eigi ekki við þennan flokk báta.
Spurning með að kalla Fróða II ÁR líka trollbát, enn aflinn hjá honum hérna er afli sem var fenginn í troll og humartroll,
Hjá Tindi ÍS þá er sæbjúga inn í þessum tölum lika,
Samtals þá veiddu togarnir í þessum flokki alls um 71 þúsund tonn
6 náðu yfir 4 þúsund tonna afla og 4 yfir 5 þúsund tonn.
Reyndar þá hefðu bátarnir verið 5 sem yfir 5 þúsund tonnin hefði náð, því að Vestmannaey VE datt út leik eftir
mikinn eldsvoða sem kom upp í bátnum í október, og vantar því 2 mánuði í útgert bátsins,
enn á toppnum og með ansi mikla yfirburði var togarinn Harðbakur EA sem náði þeim ótrúlega afla 6718 tonn í 92 löndunum.
Og fyrir ykkur sem langar að tjá ykkur um aflafrettir, þá getið þið gert það HÉRNA
Könnun ársins
Já í könnun ársins þá var spurrt, Hvaða 29 metra togbátur verður aflahæstur árið 2021?.
og já þið greinilega höfuð tilfinninguna fyrir Harðbak EA,
því að ansi stór meirihluti eða 52% kusu að Harðbakur EA yrði aflahæstur
þar á eftir voru 21% sem sögðu Bergey VE
14% Steinunn SF og 9,9% Vestmannaey VE
Sæti | sknr | Nafn | Afli | Landanir | Meðalafli |
21 | 173 | Sigurður Ólafsson SF 44 | 316.5 | 23 | 13.7 |
20 | 2773 | Fróði II ÁR 38 | 751.3 | 26 | 28.9 |
19 | 2017 | Tindur ÍS 235 | 792.9 | 57 | 13.9 |
18 | 1595 | Frár VE 78 | 1202.7 | 28 | 42.9 |
17 | 182 | Vestri BA 63 | 1710.1 | 58 | 29.5 |
16 | 2685 | Hringur SH 153 | 2980.3 | 45 | 66.2 |
15 | 2744 | Runólfur SH 135 | 3013.8 | 44 | 68.9 |
14 | 2749 | Farsæll SH 30 | 3128.9 | 45 | 69.5 |
13 | 2449 | Pálína Þórunn GK 49 | 3234.2 | 64 | 50.5 |
12 | 2048 | Drangavík VE 80 | 3254.9 | 82 | 39.6 |
11 | 2433 | Frosti ÞH 222 | 3307.8 | 61 | 54.2 |
10 | 2740 | Sigurborg SH 12 | 3645.2 | 44 | 82.8 |
9 | 2758 | Dala-Rafn VE 508 | 3692.5 | 54 | 68.4 |
8 | 2958 | Áskell ÞH 48 | 3969.3 | 55 | 72.2 |
7 | 2962 | Vörður ÞH 44 | 3988.8 | 56 | 71.2 |
6 | 2444 | Sturla GK 12 | 4256.1 | 80 | 53.2 |
5 | 2954 | Vestmannaey VE 54 | 4910.6 | 70 | 70.2 |
4 | 2970 | Þinganes SF 25 | 5151.5 | 70 | 73.5 |
3 | 2966 | Steinunn SF 10 | 5545.2 | 71 | 78.1 |
2 | 2964 | Bergey VE 144 | 5654.7 | 81 | 69.8 |
1 | 2963 | Harðbakur EA 3 | 6718.8 | 92 | 73.1 |
Harðbakur EA mynd Hólmgeir Austfjörð