Aflahæstu bátar að 13 BT árið 2016

Þá er það næsti listi og núna eru það bátarnir að 13 BT árið 2016.


allir bátar sem yfir 100 tonnin náðu eru á þessum lista og eins og sést  þá skreið Oddverji SI yfir 100 tonnin og fær því að fljóta með á listanum,

Rétt er að hafa í huga að enginn makríll er á þessum lista,

Ef að makrílinn væri með þá hefði Addi Afi GK verið langaflahæstur með 582 tonn.  

Hlöddi VE hefði sömuleiðis verið með 328 tonn

og Guðrún Petrína GK verið með 356 tonn.

3 bátar komust yfir 300 tonnin og eins og sést þá er mjög lítill munur á milli bátanna í sæti númer 2 og 3.

Blossi ÍS var ekki nema 900 kílóum frá því að komast yfir 300 tonnin,

Herja ST með mestan meðalafla og Elli P SU kom þar á eftir ,  og reyndar var Elli P SU líka annar aflahæsti báturinn árið 2016  vel gert

Akraberg ÓF var aftur á móti aflahæstur báta að 13 BT árið 2016.


Akraberg ÓF mynd Guðmundur Gauti SVeinsson






Sæti Nafn Afli Landanir Meðalafli
31 Oddverji SI 76 101.5 41 2.47
30 Gísli KÓ 10 107.5 39 2.75
29 Sævar SF 272 108.3 45 2.41
28 Afi ÍS 89 109.9 62 1.77
27 Helga Sæm ÞH 78 110.2 80 1.37
26 Kiddi RE 89 111.4 102 1.09
25 Tjálfi SU 63 122.2 59 2.07
24 Svalur BA 120 131.9 37 3.56
23 Sæfugl ST 81 134.8 68 1.98
22 Oddverji ÓF 76 137.1 36 3.81
21 Emil NS 5 137.3 40 3.43
20 Sleipnir ÁR 19 139.5 65 2.14
19 Kári SH 78 143.2 65 2.2
18 Signý HU 13 144.1 54 2.66
17 Herja ST 166 148.8 34 4.37
16 Eiður EA 13 150.2 91 1.65
15 Njörður BA 114 151.4 54 2.8
14 Toni EA 62 156.2 60 2.61
13 Konráð EA 90 187.4 117 1.61
12 Jónína EA 185 188.4 73 2.58
11 Hjördís HU 16 189.6 60 3.16
10 Björg Hauks ÍS 33 222.9 74 3.01
9 Siggi Bjartar ÍS 50 224.9 118 1.91
8 Glaður SH 226 228.9 85 2.69
7 Stella GK 23 235.8 68 3.46
6 Addi afi GK 97 238.7 62 3.85
5 Petra ÓF 88 280.5 86 3.26
4 Blossi ÍS 225 299.1 88 3.39
3 Berti G ÍS 727 309.4 115 2.69
2 Elli P SU 206 310.8 72 4.31
1 Akraberg ÓF 90 357.1 84 4.25