Aflahæstu bátar að 13 BT árið 2019

Árið 2019 var svo sem ágætt hjá þessum flokki báta,


hérna að neðan er listi með 25 aflahæstu bátunum ,

Það skal tekið fram að hérna er ENGINN makríl með í þessum tölum,

 Makríll
það voru nokkrir bátar sem voru á makrílveiðum árið 2019.

T.d Kári SH sem var með 28 tonn af makríl.

Guðrún Petrína GK var með tæp 100 tonn af makríl 

og Addi Afi GK um 90 tonn af makríl,

Ef makríll er tekinn inni heildartöluna þá fer aflinn hjá Guðrúnu Petrínu GK í tæp

293 tonn og kemur bátnum þar með í annað sætið,

og Aflinn hjá Adda Afa GK fer í um 340 tonn og ef allur afli er tekinn með þá er Addi AFi GK aflahæstur árið 2019,

en þessi listi miðast aðeins við bolfisk afla ekki makríl afla.

 fiskurinn

og þar kemur fram að 13 bátar náðu yfir 100 tonnin árið 2019.

og af þessum 13 bátum þá voru þrír sem yfri 200 tonin komust,

og af þeim þá var aðeins einn bátur sem fór yfir 300 tonnin.  

Var það Blossi ÍS sem endaði aflahæstur,  og er hann því aflahæstur  báta að 13 bt árið 2019.

 Ykkar skoðun,
 
Þið voruð all mörg sem tjáðuð ykkar skoðun um það hver verður hæstur,

34% sögu Addi AFi GK, 20 % sögu Signý HU sem endaði í öðru sætinu,

aðeins 15 % giskuðu á að Blossi ÍS yrði aflahæstur,


Sömuleiðis þá voru þið spurð af því hvaða bátur í þessum flokki myndi róa mest árið 2019,

40% sögu að Addi Afi GK myndi gera það,  þar á eftir kom Blossi ÍS með 29 % og Siggi Bjartar ÍS með 23 %.

Siggi Bjartar ÍS var þarna sá bátur sem lang oftast réri og var hann eini báturinn í þessum flokki sem yfir 100 róðrar fór,

hann fór í alls 131 róður árið 2019.


Blossi ÍS mynd Guðrún Pálsdóttir

Sæti Nafn Afli Landanir Meðalafli
25 Eydís NS 320 77.7 65 1.19
24 Afi ÍS 89 78.1 41 1.91
23 Þerna SH 350 78.2 46 1.7
22 Sleipnir ÁR 19 78.5 27 2.9
21 Björn Jónsson ÞH 345 79.2 70 1.13
20 Júlía SI 62 81.1 45 1.8
19 Glaður SH 226 86.7 66 1.3
18 Guðmundur Þór SU 121 91.7 58 1.6
17 Konráð EA 90 95.5 67 1.4
16 Högni NS 10 96.3 51 1.9
15 Fálkatindur NS 99 97.1 74 1.3
14 Svalur BA 120 98.8 30 3.3
13 Jónína EA 185 102.9 31 3.3
12 Emil NS 5 117.9 51 2.3
11 Sæfugl ST 81 129.2 62 2.1
10 Siggi Bjartar ÍS 50 131.4 131 1
9 Tjálfi SU 63 147.8 47 3.1
8 Herja ST 166 157.3 43 3.6
7 Petra ÓF 88 166.2 71 2.3
6 Kári SH 78 173.6 70 2.5
5 Berti G ÍS 727 177.4 49 3.6
4 Guðrún Petrína GK 107 193.7 54 3.5
3 Addi afi GK 97 251.0 75 3.3
2 Signý HU 13 272.3 66 4.1
1 Blossi ÍS 225 305.8 91 3.3