Aflahæstu bátar að 13 BT árið 2024

Jæja þá er það næsti flokkur


og það er flokkur báta að 13 BT árið 2024

10 bátar  í þessum flokki náðu yfir 100 tonna afla og af þeim þá voru tveir bátar sem voru með yfir 200 tonna afla

Reyndar þá var  þetta nú þannig að í lok nóvember 2024 þá var Toni NS aflahæstur, 

en í desember þá fór Toni NS í fjóra róðra og va rmeð 16,7 tonn 

á meðan að Petra ÓF fór í 7 róðra og var með 45,4 tonna afla

og með því þá endaði Petra ÓF aflahæsti báturinn í þessum flokki árið 2024.

Eins og sést þá voru mjög margir bátar á grásleppu og síðan færum, en það voru aðeins tveir 

bátar sem voru á línu allt árið 2024, og það voru Emil NS og Toni NS báðir að róa frá 

Borgarfirði Eystri.

Petra ÓF Mynd Harald Hermannsson



Sæti Sknr Nafn Afli Landanir Veiðarfæri
30 2392 Elín ÞH 82 61.8 37 færi, Grásleppa
29 2783 Ásdís ÞH 136 62.6 19 Grásleppa
28 2630 Signý HU 13 63.3 25 Lína, Færi
27 2452 Viktor Sig HU 66 63.9 75 handfæri
26 2421 Fannar SK 11 64.6 31 færi, Grásleppa
25 6945 Gísli EA 221 64.8 50 færi, Grásleppa
24 1734 Blíða VE 263 66.2 47 Lína, Færi
23 2069 Blíðfari ÓF 70 71.6 65 færi, Grásleppa
22 2110 Júlía SI 62 72.1 50 færi, Grásleppa
21 1963 Emil NS 5 73.0 26 Lína
20 2125 Fengur EA 207 78.9 65 færi, Grásleppa
19 2426 Siggi Bjartar ÍS 50 80.4 48 færi, Grásleppa
18 2432 Njörður BA 114 84.0 40 Lína, Færi
17 2728 Fíi ÞH 11 84.3 62 færi, Grásleppa
16 2495 Hrönn NS 50 86.9 61 færi, Grásleppa
15 2357 Norðurljós NS 40 88.4 32 færi, Grásleppa
14 2373 Hólmi NS 56 91.9 47 færi, Grásleppa
13 2813 Magnús HU 23 93.9 45 færi, Grásleppa
12 7328 Fanney EA 82 95.5 60 færi, Grásleppa
11 1915 Tjálfi SU 63 98.1 47 Dragnót, Net
10 2006 Án BA 77 101.4 65 færi, Grásleppa
9 7472 Kolga BA 70 102.7 59 færi, Grásleppa
8 2866 Fálkatindur NS 99 106.1 54 Lína, handfæri
7 2458 Vonin NS 41 106.3 64 Færi, Grásleppa
6 2589 Kári SH 78 115.4 36 Lína, grásleppa
5 2331 Brattanes NS 123 119.5 65 handfæri
4 3046 Glaður SH 226 123.1 69 Handfæri
3 2307 Sæfugl ST 81 126.0 63 Lína, grásleppa, handfæri
2 2656 Toni NS 20 220.3 55 Lína
1 2668 Petra ÓF 88 237.4 74 Lína, grásleppa, handfæri