Aflahæstu bátar að 21 BT árið 2022

Þá er það flokkur báta sem tók ansi miklum breytingum á árinu 2022.


mest megnis útaf því að bátunum í þessum flokki hefur fækkað ansi mikið.

til að mynda þá réru Dóri GK og Karólína, Otur II ÍS og Otur III ÍS á vertíðinni 2022, enn síðan ekkert meira.

Sævík GK datt út af þessum lista en báturinn fór í lengingu þar sem að dekkið var lengt aftur út, og var því báturinn orðin 
eins og Bíldsey SH um 15 metra langur og 30 tonn að stærð.

Það eru reyndar nokkrir bátar á þessum lista sem eru stærri enn 21 BT.
til dæmis, Eskey ÓF,  Sólrún EA, Geirfugl GK.  þessi bátar eru allir með eina áhöfn og eru allir að róa með svipaða langa línu, og eru líka
með svipaða langa línu og aðair bátar á þessum lisat og eiga því 
þessir bátar heima þarna,


Sömuleiðis eru Katrín GK og Hópsnes GK þarna lika, enn Hópsnes GK stundar veiðar með bölum og Katrín GK er með stokka og báðir með eina áhöfn 


Annars voru 6 bátar sem veiddu yfir 800 tonnin og af þeim þá voru þrír bátar sem yfir eitt þúsund tonnin veiddu,

Margrét GK endaði aflahæstur árið 2021 og Helgi og áhöfn hans á Margréti GK endurtóku leikinn aftur, því að báturinn varð aflahæstur árið 2022.

 Ykkar skoðun.
þið fenguð að giska á hvaða bátur yrði aflahæstur árið 2022, 
35% giskuðu á Margréti GK 
30 % giskuðu á Daðey GK 
19% giskuðu á Jón Ásbjörnsson RE

 eins og sést þá var gisk ykkar svo til sama og niðurstaðan var,  því að þessir þrír bátar urðu þeir þrír aflahæstu.

Það var líka spurt,   Hversu margir bátar í þessum flokki myndi ná yfir 1000 tonn.

Flestir eða 39% giskuðu á 2 báta.
27% giskuðu á 3 bátaa
17% giskuðu á 4 báta.

 Þeir voru þrír  sem yfir eitt þúsund tonnin náðu.


Margrét GK mynd Gísli Reynisson 
 

Sæti sknr Nafn Afli Landanir Meðalafli Veiðarfæri
40 2641 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 138.30 53 2.61 Net, grásleppa
39 1511 Ragnar Alfreðs GK 183 149.50 36 4.15 Grásleppa, Færi
38 2666 Glettingur NS 100 149.80 40 3.75 Lína
37 2657 Elley EA 250 152.50 69 2.21 Net, Færi
36 1852 Agnar BA 125 199.60 74 2.70 Færi, Lína
35 2070 Fjóla SH 7 201.10 157 1.28 Plógur
34 2678 Addi afi GK 37 222.90 59 3.78 Gildra, Lína
33 2661 Kristinn ÞH 163 234.70 87 2.70 Net, Grásleppa
32 2604 Dóri GK 42 244.10 29 8.42 lína
31 2739 Siggi Bessa SF 97 254.60 29 8.78 lína
30 2599 Otur II ÍS 173 257.80 37 6.97 lína
29 2640 Austfirðingur SU 205 264.70 52 5.09 Færi, Lína
28 1890 Katrín GK 266 310.60 53 5.86 lína
27 2718 Lundey SK 3 321.70 96 3.35 Net
26 2760 Karólína ÞH 100 341.90 68 5.03 lína
25 2243 Rán SH 307 355.90 76 4.68 grásleppa, Lína
24 2754 Skúli ST 75 363.50 63 5.77 grásleppa, Lína
23 2615 Gulltoppur GK 24 370.80 95 3.90 lína
22 1887 Máni II ÁR 7 395.80 94 4.21 lína
21 2682 Kvika SH 23 406.10 57 7.12 lína
20 2820 Benni ST 5 419.20 65 6.45 grásleppa, Lína
19 2406 Sverrir SH 126 423.90 105 4.04 lína
18 2710 Straumey EA 50 448.50 122 3.68 lína
17 2696 Hlökk ST 66 487.60 65 7.50 Grásleppa, Lína
16 2706 Sólrún EA 151 503.30 94 5.35 lína
15 2757 Háey II ÞH 275 545.80 108 5.05 lína
14 2457 Hópsnes GK 77 548.60 91 6.03 lína
13 2500 Geirfugl GK 66 556.50 92 6.05 lína
12 2763 Brynja SH 236 610.10 100 6.10 lína
11 2778 Dúddi Gísla GK 48 672.50 94 7.15 lína
10 2736 Sæli BA 333 694.10 66 10.52 lína
9 2905 Eskey ÓF 80 752.10 100 7.52 lína
8 2726 Hrefna ÍS 267 756.90 89 8.50 lína
7 2673 Elli P SU 206 777.20 138 5.63 lína
6 2670 Sunnutindur SU 95 880.10 102 8.63 lína
5 2712 Lilja SH 16 893.30 106 8.43 lína
4 2771 Litlanes ÞH 3 942.60 142 6.64 lína
3 2799 Daðey GK 777 1112.10 151 7.36 lína
2 2755 Jón Ásbjörnsson RE 777 1260.40 145 8.69 lína
1 2952 Margrét GK 33 1307.60 150 8.72 Lína