Aflahæstu bátar að 8 BT árið 2020


Jæja  hérna kemur fyrsti listinn yfir afla bátanna árið 2020

þetta er minnsti flokkurinn af bátum enn jafnframt sá stærsti

þetta eru bátarnir að 8 BT en heildarfjöldi báta í þessum flokki voru um 800 bátar á skrá og þeir lönduðu 

alls tæp 16 þúsund tonnum af fiski.  langmestur hluti aflans var tekin á handfæri


Hérna að neðan má sjá lista yfir 50 aflahæstu bátanna árið 2020, og flestir bátanna voru á handfæraveiðum,

Þó var Litlitindur SU á netum eins og Helga Sæm ÞH hún var á netum og grásleppu

 Leifi á Sellu GK

þvi miður þá mun einn af bátunum sem eru á þessum lista ekki vera með á listanum yfir hæstu bátanna árið 2021

en það er Sella GK.  því að Guðleifur Ísleifsson skipstjóri og eigandi af Sellu GK lést um haustið 2020

og færa Aflafrettir aðstandendum og fjölskyldu Leifa samúðarkveðjur

Könnuninn

Þið voruð spurð hver yrði aflahæstur í þessum flokki og niðurstöður ykkar voru eftirfarandi,

Birta SH með 40,7%

Eyrarröst ÍS með 28,2 %

Helga Sæm ÞH 15,1%

Þorbjörg ÞH 10,7 % 

og Natalía NS 5,3%

En jú þið höfðuð rétt fyrir ykkur.  Birta SH var aflahæstur bátanna í þessum flokki´árið 2020, en 4 bátar veiddu yfir 100 tonn

Sæti Sknr Nafn Afli Landanir Meðalafli
50 7532 Bragi Magg HU 70 50.0 50 1
49 7453 Elfa HU 191 50.3 47 1.1
48 7410 Þröstur SH 19 50.9 63 0.8
47 7401 Ásbjörn SF 123 51.0 45 1.1
46 7757 Hilmir SH 197 52.4 53 0.98
45 7515 Friðborg SH 161 52.7 51 1.03
44 2824 Skarphéðinn SU 3 53.3 43 1.23
43 6662 Litli Tindur SU 508 53.4 52 1.02
42 7223 Jökla ST 200 54.4 49 1.11
41 2823 Otur ÍS 73 54.4 35 1.55
40 7485 Valdís ÍS 889 55.2 61 0.91
39 7528 Huld SH 76 55.8 42 1.32
38 7490 Hulda SF 197 58.5 55 1.06
37 2576 Bryndís SH 128 59.2 42 1.41
36 7008 Svanur HF 20 59.3 44 1.34
35 6868 Birtir SH 204 59.5 61 0.97
34 2342 Víkurröst VE 70 60.7 35 1.73
33 6048 Svala ÞH 55 60.9 59 1.03
32 2501 Alli gamli BA 88 61.0 59 1.03
31 7727 Hjörtur Stapi ÍS 124 62.4 82 0.76
30 7382 Sóley ÞH 28 62.8 69 0.91
29 7433 Sindri BA 24 63.0 70 0.91
28 2794 Arnar ÁR 55 63.4 58 1.09
27 2434 Arnþór EA 37 64.5 26 2.48
26 2358 Guðborg NS 336 65.6 70 0.93
25 7180 Sæunn SF 155 68.6 59 1.16
24 7386 Margrét ÍS 202 73.9 44 1.67
23 7145 Már SU 145 78.6 67 1.17
22 2809 Kári III SH 219 79.2 44 1.79
21 6575 Garri BA 90 79.4 31 2.56
20 2805 Sella GK 225 80.3 57 1.41
19 6992 Elva Björg SI 84 80.6 91 0.88
18 7427 Fengsæll HU 56 82.7 42 1.97
17 6443 Steinunn ÁR 34 84.7 63 1.34
16 2162 Hólmi ÞH 56 85.0 68 1.25
15 2370 Sigrún Hrönn ÞH 36 86.5 64 1.35
14 7413 Auður HU 94 87.1 43 2.02
13 7421 Kristborg SH 108 88.1 68 1.29
12 6811 Blíða VE 263 88.3 51 1.73
11 2477 Vinur SH 34 88.7 74 1.19
10 2620 Jaki EA 15 90.2 77 1.71
9 6919 Sigrún EA 52 95.4 121 0.78
8 2671 Ásþór RE 395 97.3 89 1.09
7 2461 Kristín ÞH 15 97.6 60 1.62
6 2588 Þorbjörg ÞH 25 98.4 61 1.61
5 2499 Straumnes ÍS 240 98.5 76 1.29
4 2147 Natalia NS 90 104.4 90 1.16
3 2625 Eyrarröst ÍS 201 115.3 69 1.67
2 2494 Helga Sæm ÞH 70 119.5 67 1.78
1 7420 Birta SH 203 132.6 87 1.52


Birta SH mynd Magnús Jónsson