Aflahæstu bátar að 8 BT árið 2024
Jæja allar tölur komnir í hús til mín og þá er hægt að fara að byrja að birta flokkanna sem eru
hérna á Aflafrettir.is um hvernig árið 2024 gekk
ég mun byrja á minnstu bátunum og því er fyrsti listinn aflahæstu bátarnir að 8 bt árið 2024.
Aðeins þrír bátar náðu yfir 100 tonna afla, eða kanksi má segja að þeir hafi verið aðeins tveir
sem voru að veiða bolfisk, því að báturinn í öðru sætinu var ekki beint að veiða fisk,
á þessum lista þá var þetta í raun aldrei spurning hvaða bátur yrði aflahæstur
því yfirburðir hjá Eyrarröst ÍS voru það gríðarlega miklir að það kom aldrei neitt annað til greina
báturinn endaði með tæplega 275 tonna afla og mest allt þetta var fengið á línu
af þessum 30 bátum þá voru mjög fáir sem réru allt árið
og það voru aðeins þrír bátar sem voru með yfir 80 landanir
Eyrarröst ÍS var með flestar landanir 85
síðan kom Sigrún EA með 82
og Dímon GK með 81
Ykkar skoðun
þið voruð nú nokkuð rétt með þetta, enn 45% giskuðu á að Eyrarröst ÍS yrði hæstur
25% giskuðu á að Stormur ST yrði hæstur
Það var líka spurt hversu margir bátar í þessum flokki myndu ná yfir 100 tonna afla
flestir eða 46% giskuðu á tvo báta. þar á eftir komu 3 bátar en það voru 19,5 % sem á það giskuðu
enn þeir urðu á endanum þrír sem yfir 100 tonnin náðu
Eyrarröst ÍS mynd Suðureyrarhöfn
Sæti | Sknr | Nafn | Afli | Landanir | Veiðarfæri |
30 | 2358 | Guðborg NS 336 | 51.48 | 46 | færi, Grásleppa |
29 | 7382 | Sóley ÞH 28 | 55.56 | 54 | færi, Grásleppa |
28 | 7194 | Fagravík GK 161 | 56.00 | 48 | handfæri |
27 | 6919 | Sigrún EA 52 | 56.35 | 82 | handfæri |
26 | 7528 | Huld SH 76 | 56.61 | 45 | handfæri |
25 | 2317 | Bibbi Jónsson ÍS 65 | 56.83 | 35 | færi, Grásleppa |
24 | 7433 | Sindri BA 24 | 56.94 | 53 | Lína |
23 | 7344 | Hafdalur GK 69 | 57.77 | 39 | handfæri |
22 | 2596 | Ásdís ÓF 9 | 58.62 | 54 | færi, Grásleppa |
21 | 2539 | Brynjar BA 338 | 58.97 | 57 | færi, Grásleppa |
20 | 7420 | Birta SH 203 | 60.50 | 46 | handfæri |
19 | 1992 | Elva Björg SI 84 | 62.41 | 67 | færi, Grásleppa |
18 | 2494 | Helga Sæm ÞH 70 | 64.51 | 34 | færi, Grásleppa |
17 | 2825 | Glaumur SH 260 | 64.94 | 57 | handfæri |
16 | 2147 | Natalia NS 90 | 65.95 | 50 | færi, Grásleppa |
15 | 2162 | Hólmi ÞH 56 | 66.60 | 50 | færi, Grásleppa |
14 | 7392 | Dímon GK 38 | 67.21 | 81 | handfæri |
13 | 2499 | Straumnes ÍS 240 | 70.01 | 60 | handfæri |
12 | 7453 | Elfa HU 191 | 70.06 | 57 | færi, Grásleppa |
11 | 2477 | Vinur SH 34 | 70.43 | 49 | handfæri |
10 | 2809 | Kári III SH 219 | 75.09 | 25 | handfæri |
9 | 2370 | Sigrún Hrönn ÞH 36 | 76.05 | 49 | færi, Grásleppa |
8 | 2461 | Kristín ÞH 15 | 77.46 | 65 | færi, Grásleppa |
7 | 2493 | Falkvard ÍS 62 | 79.75 | 58 | handfæri |
6 | 7104 | Már SU 145 | 81.99 | 60 | Handfæri |
5 | 6857 | Sæfari BA 110 | 84.27 | 52 | Færi, Grásleppa |
4 | 6575 | Garri BA 90 | 90.00 | 61 | Handfæri |
3 | 2328 | Stormur ST 69 | 136.82 | 58 | Lína |
2 | 9057 | Sigri SH 0 | 206.97 | 30 | Þari |
1 | 2625 | Eyrarröst ÍS 201 | 274.70 | 85 | Lína |
Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér
Gísli Reynisson. sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reyniss