Aflahæstu bátar árið 2017

Það eru ekki margir dagar eftir af þessu herrans ári 2017, og það kemur þá í ljós hvaða bátar og togarar verða aflahæstir árið 2017.


Undir lok ársins 2016 þá setti ég fram smá könnun um hvaða bátar og skip þið telduð að yrðu aflahæstir í hverjum flokki fyrir sig.   

Mjög góð þáttaka var í þeirri pælingu og er ég því búinn að búa til aðra könnun um árið 2017.

Þetta er 18 spurningar og svo smá númer 19.  þið sjáið hvað það er,

Spurt er um þriðja og efsta sætið í öllum flokkum nema nokkrum,

við vitum nú þegar stöðuna í Humri.  Grásleppu.  makríl hjá handfærabátnum .  Rækju og uppsjávarskipunum,

þessi könnun er pæling eða hvaða nöfnum sem þetta eru gefin verður eitthvað fram í janúar þegar að allar aflatölur eru komnar inn og hægt er að fara að birta niðurstöður.,

rétt er að taka fram að allir þeir bátar sem eru nefndir í þessari könnun eru 6 eða 7 aflahæstu bátarnri í hverjum flokki fyrir sig,


Til að hafa hlutlausa mynd þá er hérna mynd af báti sem að mínu mati var alltaf fallegasti báturinn gerður út frá Sandgerði og þótt veiðar væri leitað


Hafnarberg RE mynd Kristján Kristjánsson