Aflahæstu bátar yfir 15 BT árið 2016


Ansi mikill fjölbreytileiki á þessum lista.  hérna eru bátar sem rétt skríða yfir 15 tonn eins og Hilmir ST sem er minnstur bátanna á þessum lista og upp í Patrek BA sem er stærstu bátanna.

tveir systurbátar eru á listanum og báðir jafn stórir.  Faxaborg SH og Guðbjörg GK.  Báðir bátarnir eru kínabátar sem voru lengdir í Njarðvík  og hóf Guðbjörg GK veiðar í nóvember 2016,

Gullhólmi SH var með mestan meðafla allra báta á þessum lista og vekur það nokkra athygli enn hann var með meiri meðalafla enn Patrekur BA sem þó er mun stærri bátur enn Gullhólmi SH

Eins og sést þá voru það 15 bátar sem yfir eitt þúsund tonnin náði og af þeim þá fór einn bátur yfir 2 þúsund tonnin,,

og var það Sandfell SU sem átti ansi gott ár.  

Sandfell SU mynd Þorgeir Baldursson





Sæti Nafn Afli Landanir Meðalafli
27 Hilmir ST 1 87.9 21 4.18
26 Ebbi AK 37 122.7 27 4.54
25 Guðbjörg GK 666 130.2 18 7.23
24 Kolbeinsey EA 252 136.2 35 3.89
23 Hulda HF 27 227.1 52 4.36
22 Máni II ÁR 7 252.4 75 3.36
21 Andey GK 66 304.6 84 3.62
20 Guðmundur á Hópi HU 203 318.7 67 4.75
19 Eskey ÓF 80 346.3 74 4.67
18 Kristín ÍS 141 483.7 121 3.99
17 Katrín GK 266 716.6 179 4.01
16 Stakkhamar SH 220 987.4 126 7.83
15 Bíldsey SH 65 1110.9 164 6.77
14 Faxaborg SH 207 1230.8 85 14.4
13 Gulltoppur GK 24 1244.1 199 6.25
12 Særif SH 25 1247.6 152 8.21
11 Kristinn SH 812 1340.4 163 8.22
10 Indriði Kristins BA 751 1452.5 157 9.25
9 Vigur SF 80 1454.3 166 8.76
8 Patrekur BA 64 1525.1 80 19.1
7 Gullhólmi SH 201 1558.3 106 14.71
6 Hafdís SU 220 1639.6 218 7.52
5 Jónína Brynja ÍS 55 1730.7 260 6.65
4 Fríða Dagmar ÍS 103 1743.1 253 6.88
3 Gísli Súrsson GK 8 1894.4 226 8.38
2 Auður Vésteins SU 88 1925.8 228 8.44
1 Sandfell SU 75 2062.6 241 8.58